115 milljónir til kaupa á björgunarbátum

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Dómsmálaráðuneytið styrkir Slysavarnafélagið Landsbjörg um 115 milljónir króna til eflingar á sjóbjörgunargetu björgunarsveita á Flateyri og Húsavík. Þá munu 76,5 milljónir fara í kaup á björgunarbát á Flateyri og 38,5 milljónir til kaupa á björgunarbát á Húsavík.

„Þetta er gert með hliðsjón af fenginni reynslu og þarfagreiningu á staðsetningu björgunarskipa og báta. Markmiðið er efling á sjóbjörgunargetu á miðunum við landið en einnig að tryggja öryggi íbúa á Flateyri við þær aðstæður sem geta skapast vegna ofanflóðahættu,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Í báðum tilfellum er um að ræða íslenska hönnun og verða bátarnir af gerðinni Rafnar 1100 PRO SAR. Reynslan af bátum af þessari gerð sem Slysavarnafélagið Landsbjörg þegar hefur stuðst við er sögð afar góð sérstaklega hvað sjóhæfni varðar. Vonir eru um að bátarnir verða afhentir fyrir áramót.

Hjálparsveit Skáta býr yfir björgunarbát af þessari gerð og skelltu nokkrir úr sveitinni sér í æfingu í vitlausu veðri í vetur. Æfingin náðist á myndband sem vakti mikla athygli.

Snjóflóðahætta og ferðamenn

Í tilkynningunni er vakin athygli á að í snjóflóðunum á Flateyri í ársbyrjun 2020 voru engar leiðir færar til sjúkra- eða aðfangaflutninga nema sjóleiðina inn Önundarfjörð. „Með því að staðsetja björgunarbát á Flateyri verður hægt að sigla með sjúklinga eða aðföng inn og út Önundarfjörð. Þá verður björgunarbáturinn geymdur á landi á milli útkalla og æfinga og er þar með öruggur fyrir frekari snjóflóðaáföllum sem kunna að hafa áhrif á höfnina á Flateyri.“

Þá hefur verið talin þörf á aukinni viðbragðsgetu á Skjálfanda með hraðskreiðum björgunarbáti á Húsavík. Sérstaklega er vísað til mikillar umferðar farþegabáta um Skjálfanda með allt að hundrað farþega og þarf björgunarbátur að geta „bjargað sem nemur þeim fjölda sem er leyfilegt hámark hjá þeim farþegabátum sem gera þaðan út. Þá þyrfti björgunarbáturinn að vera það öflugur að hann geti dregið vélarvana fley.“

Fram kemur að björgunarbátarnir verða eign Slysavarnafélagsins Landsbjargar en félagið gerir samninga um afnot björgunarbátanna við björgunarsveitirnar Sæbjörg á Flateyri og Garðar á Húsavík. Landsbjörg skuldbindur sig til þess að tryggja staðsetningu björgunarbátsins á Flateyri í 15 ár „eða þar til fullnægjandi snjóflóðavörnum hefur verið komið fyrir og samgöngur til og frá Flateyri teljast viðunandi samanborið við aðra staði á Vestfjörðum. Slysavarnafélagið Landsbjörg skal áfram reglulega meta þörfina á staðsetningu björgunarskipa og báta við Ísland.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »