Framleiða og setja kælikerfi í þrjú skip

Frá undirritun samningsins á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í gær. Freyr …
Frá undirritun samningsins á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í gær. Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, og Kent Damgaard, framkvæmdastjóri Karstensen Skibsvært. Ljósmynd/Kapp

Danska skipasmiðastöðin Karstensen Skibsværft hefur ákveðið að kaupa Optim-ICE kælibúnað frá Kapp ehf. í þrjú skip sem eru í smíðum og gerð verða út frá Noregi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kapp.

Skipin þrjú eru smiðuð fyrri norskar útgerðir á vesturströnd Noregs, samkvæmt upplýsingum á vef Karstensen.

Hið 2.600 brúttótonna skip Havsnurp er 70 metra að lengd og 14,8 metra að breidd. Skipið er smíðað fyrir Havsnurp AS og verður heimahöfn þess Midsund. Gollenes verður jafn stórt og Havsnurp en verður gert út af Kvalsvik & Ose AS frá Fosnavåg. Þriðja skipið mun bera nafnið Sille Marie og verður 66 metra að lengd og 14 metra að breidd, alls 2.000 brúttótonn. Sille Marie mun vera gerð út af Sille Marie AS frá Kristanssand.

Havsnurp.
Havsnurp. Teikning/Karstensen

Skipin eru hönnuð af Karstensen Skibsværft í samvinnu með kaupendur og er samkvæmt áætlun stefnt að því að Gollenes verði afhent fyrst, í mars 2023. Síðan verður Sille Marie afhent í júní á næsta ári og að lokum Havsnurp í október. KAPP mun sjá um framleiðslu og uppsetningu á Optim-ICE ískrapakerfum um borð.

„Þetta er stór og mikilvægur samningur og sérstaklega í ljósi þess að Rússland hefur lokast. Rússland hefur verið stór markaður fyrir okkur en við höfum þurft að hugsa upp á nýtt og stilla upp nýju leikkerfi. Það er því afar ánægjulegt að ná að þessum mikilvæga samningi við dönsku skipasmiðastöðina Karstensen Skibsværft. Það opnast ný tækifæri og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Freyr Friðriksson, eigandi Kapp, í fréttatilkynningunni.

Sille Marie
Sille Marie Teikning/Karstensen

Fullyrðir Freyr að kælikerfi Kapp hafi sannað sig semgóð hraðkæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur „Um er að ræða fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipunum. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum núll gráður allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningum og svo framvegis. Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »