Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði skilaði 1.247 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er 87% meira en árið á undan, þegar hagnaður af rekstri eftir skatt nam 663 milljónum króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Loðnuvinnslunnar, en aðalfundur félagsins fór fram síðastliðinn föstudag. Þar var samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 milljónir króna.
Tekjur félagsins árið 2021 voru 12,5 milljarðar króna og er það 5% aukning frá 2020. Þá voru tekjur að frádregnum eigin afla voru 9,3 milljarðar króna. Veltufé frá rekstri var 1.571 milljónir á móti 2.025 milljónum 2020. Eigið fé félagsins í árslok 2021 var 11.552 milljónir sem er 48% af niðurstöðu efnahagsreiknings, að því er segir í tilkynningunni.
Stærsti hluthafi Loðnuvinnslunnar er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut