„Þetta er búin að vera súperkolmunnavertíð“

Runólfur Runólfsson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK er sáttur með …
Runólfur Runólfsson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK er sáttur með kolmunnavertíðina. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Bjarni Ólafsson AK kom með síðasta kolmunnafarm Síldarvinnsluskipanna á vertíð ársins. Lagði skipið við bryggju á Seyðisfirði í nótt með um 1.700 tonn um borð. Fram kemur í færslu á vef útgerðarinnar að samanlagt hafi skip þess borið að landi um 42 þúsund tonn frá því að veiðar hófust um miðjan apríl.

„Staðreyndin er sú að þetta er búin að vera súperkolmunnavertíð,“ er haft eftir Runólfi Runólfssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK, í færslunni. „Veiðar hafa gengið afskaplega vel og það virðist vera mikill kolmunni á ferðinni. Lengi vel var kolmunninn sem veiddist frábært hráefni fyrir fiskimjölsverksmiðjurnar, enda lögð áhersla á að koma með aflann vel kældan að landi. Við vitum að ef hráefnið sem verksmiðjurnar fá er gott, þá eru afurðirnar góðar,“ segir hann.

„Nú upp á síðkastið hefur kolmunninn sem veiðist verið smærri auk þess sem hann er fullur af átu. Því eru skipin ekki að koma með eins gott hráefni að landi og þau gerðu lengst af. Það er skynsamlegt að gera hlé á veiðum þegar svona er komið og ég geri ráð fyrir að það sem eftir er af kolmunnakvótanum verði tekið innan íslenskrar lögsögu seint í sumar eða í haust. Nú fara menn að hyggja að makrílveiðinni og það er ákveðin spenna sem tengist henni. Hvar mun makríllinn veiðast í ár og hvernig mun ganga að veiða hann? Þetta eru stóru spurningarnar. Í fyrra fór veiðin mest fram í Smugunni og það eru býsna fjarlæg mið. Það er alltaf ákveðin spenna í kringum veiðar á uppsjávartegundum en auðvitað eru menn bjartsýnir eins og ávallt,“ segir Runólfur.

Bjarni Ólafsson AK var síðasta skip Síldarvinnslunnar sem kom með …
Bjarni Ólafsson AK var síðasta skip Síldarvinnslunnar sem kom með kolmunnafarm til hafnar á vertíðinni. Ljósmynd/Síldarvinnslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »