Þrjú áreitismál í garð eftirlitsmanna

Fiskistofa.
Fiskistofa. mbl.is/Árni Sæberg

Upp hafa komið upp þrjú mál á undanförnum tólf mánuðum um borð í tveimur veiðiskipum þar sem eftirlitsmenn á vegum Fiskistofu hafa orðið fyrir áreiti eða óviðeigandi framkomu er þeir sinna störfum sínum.

Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Málin eru sögð hafa verið „leyst með formlegum hætti“ og að farið hafi verið fram á úrbætur.

Áður hafa 200 mílur fjallað um hvernig áreiti í garða veiðieftirlitsmanna í Noregi sé vaxandi vandamál og hefur þarlend fiskistofa, Fiskeridirektoratet, kært kynferðislegt áreiti til lögreglu.

Oft sömu aðilar

„Einstaka aðilar (oft þeir sömu) hafa verið með ónot við eftirlitsmenn á meðan löndun afla stendur yfir en benda má á að Fiskistofa lítur alvarlega á það þegar slík mál koma upp og lítur á það sem hindrun í starfi þegar áreiti og slæm samskipti koma upp,“ segir í svari Fiskistofu.

Þá er eðli þess áreitis sem starfsmenn stofnunarinnar verða fyrir sagt geta verið gagnrýni á störf eftirlitsmanna og þras yfir því að fara þurfi að reglum. Þá geta meðal annars verið uppi ásakanir um einelti Fiskistofu í garð þess sem sætir eftirliti og ólund vegna brota sem einstaklingar hafa verið staðnir að.

Við spurningu um áhrif áreitis á störf eftirlitsmanan svarar Fiskistofa: „Ef þrúgandi samskipti eiga sér stað um borð í veiðiskipi getur það valdið auknu álagi þar sem veiðiferð stendur yfir í marga daga. Síendurtekið áreiti getur haft áhrif á líðan starfsmanna og má benda á að Fiskistofa sá sig knúna til að setja út fréttatilkynningu til að minna viðskiptavini á að sína háttvísi í samskiptum.“

Enginn tilkynning hefur borist til stjórnenda Fiskistofu um kynferðislega áreitni síðustu 12 mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »