Ekki áhyggjur af botntrollsveiðum á hrygnigarslóð

Fátt bendir til þess að togveiðar á hrygningarslóð síldar hafi …
Fátt bendir til þess að togveiðar á hrygningarslóð síldar hafi mikil áhrif á stofninn. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er talin ástæða til að hafa áhyggjur af botntrollsveiðum á hrygningarslóðum síldarstofnsins eins og veiðum nú er háttað. Þetta kemur fram í svari Hafrannsóknastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Fyrir um mánuði vakti Landssamband smábátaeigenda athygli á því á vefsíðu sinni að stjórnvöld hefðu ekki brugðist við ábendingum Guðlaugs Jónassonar, í smábátafélaginu Bárunni, um togveiðar á Papa- og Stokksnesgrunni á sama tíma og síld gengur þangað til að hrygna. En síldin er almennt talin mikilvægur nytjafiskur og æti fyrir annan fisk. Sumir hafa jafnframt talið að með því að vernda hrygninguna sé hægt að skapa grundvöll fyrir frekari vöxt annarra stofna.

Ábendingarnar voru bornar undir Hafrannsóknastofnun sem segir að lengi hafa verið þekkt að „togveiðiskip hafi stundað það í gegnum tíðina að veiða á hrygningarblettum síldar. Það hefur einkum verið ýsa sem er verið að sækja í þar en hún er sólgin í síldareggin, en einnig þorskur og aðrar tegundir.“

Margar nytjategundir sækja á hrygningarslóð síldarinnar.
Margar nytjategundir sækja á hrygningarslóð síldarinnar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Stofnunin bendir á að allar athuganir hafa sýnt að íslenska sumargotssíldin hrygnir á um 50 til 150 metra dýpi á um það bil svæðinu frá Stokksnesi í austri með suðurströndinni að Snæfellsnesi.

„Hún hrygnir við botn og eggin límast við undirlagið og er það einkum á malarbotnum þar sem strauma gætir við botn en ekki á sand og leir. Samkvæmt leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á hrygningartíma stofnsins frá fyrri tímum, hrygnir stærsti hluti hans út af Garðskaga. Áhrif botnvörpuveiðarfæra á hrygningu síldarstofnsins eru bæði háð áhrifum trollsins á eggin og umfangi þessara veiða. Botntroll sem togað er yfir samlímd egg á botni mun örugglega kremja og þyrla upp eggjum, en um hlutfall eggja sem drepast er ómögulegt að fullyrða án beinna rannsókna.“

Ekkert vitað um umfang

Bent er á að helsta hrygningarsvæði síldar við Ísland sé innan 12 sjómílna frá landi út af Garðskaga. Stórum togveiðiskipum er því óheimilt að toga á þessum slóðum, en minni togskip hafa leyfi til að toga grynnra, ýmist að 4 eða 6 sjómílna fjarlægð eftir svæðum og árstíma. Í svarinu segir einnig að ekki liggi fyrir „nákvæm kortlagning á hrygningarsvæðum síldarstofnsins og því er ómögulegt að meta umfang veiða á botnfiski á hrygningarsvæðum stofnsins“.

Fyrir liggja gögn sem gefa vísbendingu um minni sókn togskipa vestan við Vestmannaeyjar undanfarinn áratug, en leiðangrar Hafrannsóknastofnunar hafa sýnt viðveru síldar á þessu svæði. Þá benda aflagögn stofnunarinnar til lítillar sóknar botnvörpuskipa vestur og norður af Garðskaga á hrygningartíma síldar. En önnur svæði hafa ekki verið skoðuð í þessu tilliti, að því er fram kemur í svarinu.

„Af framansögðu telur Hafrannsóknastofnun ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum botntrollsveiðum á hrygningarslóðum síldarstofnsins á meðan ekki eru vísbendingar um að slík sókn sé að aukast“

Fyrst og fremst umhverfisþættir

Þá hefur framleiðni íslenska sumargotssíldarstofnsins verið há á tímabilinu 1990 til 2004, með fjölda af stórum árgöngum og eru gögn sögð sýna að árgangar frá árunum 2017 og 2018 séu einnig stórir.

„Rannsóknir hafa sýnt að þessar sveiflur í stærð árganga ráðast fyrst og fremst af umhverfisaðstæðum þótt stærð hrygningarstofnsins hafi þar líka áhrif. Í þessu samhengi eru áhrif botnveiðarfæra á dauða eggja talin hafa nánast engin áhrif á sveiflur í nýliðun rétt eins og afrán botnfiska á eggjunum. Frekari rannsókna er þó þörf hér, bæði nákvæm kortlagning á hrygningarsvæðunum, sókn togveiðiskipa þar sem og áhrif trolls á botnlífríki (sérstaklega eggja) á malarbotni,“ segir að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »