Kröfur sjómanna um aukið öryggi sagðar hundsaðar

Fulltrúar sjómanan segja ekki tekið tillit til athugasemda þeirra um …
Fulltrúar sjómanan segja ekki tekið tillit til athugasemda þeirra um frumvarp til laga um áhafnir skipa. Fara þeir fram á lágmarksmönnun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fulltrúar sjómanna harma að ekkert hafi verið tekið tillit til athugasemda þeirra við mótun frumvarps til laga um áhafnir skipa sérstaklega athugasemdir er varða öryggismál sjómanna. Í bréfi sem sent var öllum alþingismönnum í morgun, og 200 mílur hefur undir höndum, skora fulltrúar sjómanna á þingmenn að hafna frumvarpinu.

„Við undirritaðir mótmælum harðlega framkomnu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. […] Það er óásættanlegt að höfundar frumvarpsins og meirihluti nefndarmanna taki í engu tillit til sjónarmiða fagaðila sem hafa rökstutt skoðanir sínar í fjölmörgum umsögnum í aðdraganda málsins,“ segir í bréfinu.

Krefjast lágmarksmönnun skipa

Þar er meðal annars minnst á að fulltrúar sjómanna telja fjölda í áhöfn vera eitt stærsta öryggis- og velferðarmál sjómanna. „Það skýtur skökku við að í núgildandi lögum og í frumvarpinu eru ákvæði um lágmarksmönnun skipa að undanskyldum fiskiskipum. Fulltrúar sjómanna hafa lagt til að á hverju fiskiskipi verði mönnunarskírteini sem tilgreini fjölda í áhöfn eins og á öðrum skipum. Í greinargerð með frumvarpinu er sagt að horft sé til nágrannalanda varðandi efnisatriði, en bæði í Noregi og Færeyjum eru ákvæði í lögum um mönnunarskírteini á fiskiskipum sem eru 24 metrar og lengri.“

Þá segja fulltrúarnir einnig að margsinnis hafi verið vakin athygli á að eftirlit með útivistartíma báta styttri en 15 metra, sem eru 14 tímar, er „skötulíki“ og að engin viðurlög séu við brotum.

„Í nefndarálitinu kemur fram að frá aldamótum hafi 50 skipsströnd átt sér stað sem rakin eru til þreytu og vinnuálags skipverja á bátum 15 metrar og styttri. Þrátt fyrir það leggur meirihluti nefndarinnar til að útivistartími smáskips með skerta mönnun megi vera allt að 19 klst. á hverjum 24 klst. Auk þess að háseti megi gegna stöðu stýrimanns án tilskilinna réttinda, hafi hann tólf mánaða siglingatíma á sl. þremur árum, ákvæðið er til bráðabirgða til 1. Júlí 2024.“

Fátt mikilvægari en hvíld

Fulltrúarnir segja ekki sjást merki um að horft sé til þess að stytta vinnutíma. „Vart er heldur hægt að nefna mikilvægari öryggisþátt við fiskveiðar en að fylgt sé alþjóðlegum hvíldarákvæðum en því fer víðs fjarri að sú sé raunin.“

Þeir sem undirrita bréfið eru Árni Bjarnason formaður félags skipstjórnarmanna, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM félags vélstjóra og málmtæknimanna, Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Ísland, Árni Sverrisson framkvæmdastjóri félags skipstjórnarmanna, Páll Ægir Pétursson skipstjóri og starfsmaður félags skipstjórnarmanna, Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna og Vilbergur Magni Óskarsson fagstjóri Skipstjórnarskólans

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »