Tímamót þegar Bergey verður Bergur

Ísfisktogarinn Bergey kemur til löndunar í Vestmannaeyjum í síðasta sinn …
Ísfisktogarinn Bergey kemur til löndunar í Vestmannaeyjum í síðasta sinn undir því nafni. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Arnar Richardsson

Bergey VE-144 er komin í slipp í Reykjavík en þar verður ýmsu viðhaldi sinnt og skipið málað. Það er þó ekki helsta fréttin heldur fær skipið einnig nýtt nafn: Bergur VE-44.

Ástæða nafnabreytingarinnar er breyting á eignarhaldi skipsins milli dótturfélags Síldarvinnslunnar og félags í eigu dótturfélagsins, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Síldarvinnslunnar.

Síldarvinnslan festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum í gegnum dótturfélag sitt, Berg – Huginn ehf., í október árið 2020. Kaupunum fylgdi bæði aflaheimildir og togskipið Bergur VE, en það skip var selt Vísi í Grindavík án aflaheimilda í ágúst á síðasta ári. Bergur ehf. festi síðan kaup á Bergey VE sem hafði verið eigu Bergs – Hugins.

Með nafnabreytingunni eru kaupin á skipinu sögð staðfest. Vakin er þó athygli á að stjórn útgerðar skipanna verði áfram sameiginleg þrátt fyrir tilfærslu skipsins milli félaganna.

Fiskað vel

Á vef Síldarvinnslunnar er einnig sagt frá því að ísfisktogararnir Bergey VE (bráðum Bergur) og Vestmannaey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu og lönduðu þeir báðir fullfermi á sunnudag. Bergey (Bergur) var aðallega með karfa og þorsk en Vestmannaey með þorsk, ufsa og ýsu.

Að lokinni löndun á sunnudag var Bergey undirbúin fyrir slipptöku en Vestmannaey hélt aftur til veiða og landaði aftur í gær. Uppistaðan var karfi og þorskur.

Bergey VE tekin í slipp í Reykjavík.
Bergey VE tekin í slipp í Reykjavík. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »