Vestfirðir hafa fengið mest úr Fiskeldissjóði

Fiskeldið hefru skilað auknu fjármagni í Fiskeldissjóð. Verkefni á Vestfjörðum …
Fiskeldið hefru skilað auknu fjármagni í Fiskeldissjóð. Verkefni á Vestfjörðum hafa fengið 82% af úthlutunum sjóðsins fyrir árið 2022. mbl.is/Helgi Bjarnason

Stjórn Fiskeldissjóðs hefur úthlutað öðru sinni styrkjum til eflingar innviðum og atvinnulífi í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Úthlutaðir styrkir námu rúmlega 185 milljónum króna sem er 76% hærri upphæð en úthlutað var úr sjóðnum á síðasta ári, þegar veittar voru tæpar 105 milljónir króna.

Tekjur sjóðsins eru einn þriðji af sérstöku gjaldi sem innheimt er af ríkinu vegna fiskeldis í sjó. Í takti við aukningu í umsvifum fiskeldis hafa tekjur sjóðsins aukist. Auk þess hefur gjaldheimtan þyngst þar sem gjaldið er innleitt í sjö skrefum á sjö árum og var innheimtan í fyrra tveir sjöundu af fullu gjaldi en er þrír sjöundu á þessu ári. Má gera ráð fyrir nokkurri aukningu í úthlutunarfé sjóðsins en óvíst er hvaða áhrif tæming sjókvía á Austfjörðum, vegna veiru sem veldur blóþorra, hefur á gjaldtökuna.

Þurftu að forgangsraða

Alls bárust 15 umsóknir um styrki frá átta sveitarfélögum að fjárhæð rúmlega 457 milljónir króna. Fram kemur á vef stjórnarráðsins að á sex fundum samþykkti stjórn Fiskeldissjóðs umsóknir um alls 299,5 milljónir króna, en þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins er lægra en sú fjárhæð voru styrkfjárhæðir skertar hlutfallslega í samræmi við forgangsröðun stjórnar.

Hlutu því níu verkefni styrki úr sjóðnum. Um er að ræða átta verkefni á Vestfjörðum sem fengu 152,7 milljónir króna eða 82% af úthlutun Fiskeldissjóðs. Eitt verkefni á Austfjörðum hlaut 32,4 milljónir króna.

Á síðasta ári fengu fimm verkefni samtals 104,9 milljónir króna. Þar af þrjú verkefni á Vestfjörðum sem hlutu 70,6 milljónir króna eða 67% af úthlutuðum styrkjum. Verkefnin tvö á Austfjörðum fengu 34,3 milljónir króna á síðasta ári.

Hefur sætt gagnrýni

Vestfirðir hafa því hlotið rúmar 223 milljónir úr sjóðnum til þessa eða 77% af öllu því sem úthlutað hefur verið. Sjókvíaeldi á Austfjörðum og Vestfjörðum framleiddi á árunum 2020 og 2021 samtals rúm 77 þúsund tonn, þar af voru um 64% framleidd á Vestfjörðum.

Sjóðnum ber að leggja faglegt mat á umsóknir og verkefni og forgangsraða þeim í samræmi við hlutverk sjóðsins og áherslur stjórnar hverju sinni. Áherslurnar í ár voru styrkari samfélagsgerð með tilliti til menntunar, menningar og íbúaþróunar, uppbygging innviða, loftslagsmarkmið og umhverfisvernd, tenging við sjókvíaeldi með tilliti til hafna og aðstöðu í landi og að lokum nýsköpun.

Frá stofnun sjóðsins hefur fyrirkomulagið hlotið gagnrýni sumra stjórnmálamanna, sérstaklega í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hafa þeir frekar óskað eftir beinni hlutdeild í innheimtu gjalds af starfsemi á sínu svæði í stað þess að þurfa að eiga í samkeppni við önnur sveitarfélög. Haft var eftir Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í Morgunblaðinu í mars að sveitarfélögin ættu að hafa meiri áhrif á það í hvað fjármunirnir fara. „Mér finnst galið að það verkefni sé í höndum þriggja manna nefndar fyrir sunnan,“ sagði hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »