Samræður sjómanna og útgerða eins og Groundhog Day

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna,
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, mbl.is/Hákon Pálsson

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í pistli í sjómannadagsblaði 200 mílna sjómenn vera fasta í síendurtekinni atburðarrás sem felst í kjarasamningsleysi og segir hann stöðuna minna á kvikmyndina Groundhog Day.

Fullyrðir hann að sjómenn hafi ekki haft sömu tækifæri í kjarasamningsgerð í ljósi þess hve oft hafi verið sett lög á verkföll sjómanna. „Óhætt er að fullyrða að engin stétt hefur jafn oft verið svipt lögbundnum verkfallsrétti sínum,“ segir Árni. 

Nokkuð langt er í land milli samningsaðila í kjaraviðræðum sjómanna og viðsemjendum þeirra ef marka má það sem fram kemur í grein Árna. „Í nýjasta tilboði SFS er boðið upp á samning til 10 ára! 33.500 kr. við undirskrift og síðan 13.500 kr. á ári í níu ár. Séu hækkanir í lífskjarasamningnum auk hagvaxtarauka framreiknaðar frá desember 2019 til dagsins í dag þá er niðurstaðan 100.500 kr. sem er krafa sjómannasamtakanna við undirskrift á samningi til 5 ára.“

Við þetta bætist krafa um hækkun ótframlags í lífeyrissjóð.

Pistill Árna í heild sinni:

Groundhog Day

Þegar gerð skal tilraun til að lýsa samkiptum samtaka sjómanna og samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þá kemur upp í hugann söguþráður myndarinnar Groundhog Day. Bill Murray fer með titilhlutverkið þar sem hann leikur veðurfræðing sem fær það hlutverk að heimsækja lítinn bæ til að fjalla um árlega veðurspárhátíð þar sem íbúar bæjarins trúa af einhverjum ástæðum í einlægni að háttalag ákveðinnar oturtegundar á ákveðnum degi ársins segi til um hvenær vetri muni ljúka. Það sem gerist í framhaldinu er að vesalings maðurinn festist í þeirri stöðu að endurupplifa sama daginn út í eitt, dæmdur til að sjá sama fólkið og gera það sama aftur og aftur án þess að rofi til.

Hver er munurinn?

Ef við berum raunveruleikann í sjávarútveginum saman við inntak myndarinnar þá má þar sjá mikla hliðstæðu nema að í myndinni upplifir veðurfræðingurinn sama daginn endalaust. Sjómenn á fiskiskipum upplifa þess í stað sama árið út í eitt. Þ.e.a.s. enn eitt samningslausa árið. Meginástæðan fyrir þessari pattstöðu er sú að sjómenn á fiskiskipum upplifa sterkar en nokkru sinni fyrr að þeirra þáttur, sem felst í að veiða fiskinn og koma honum sem fyrsta flokks hráefni í land, sé það veigamikill að þrátt fyrir það launakerfi sem þeir búa við þá séu í ljósi frábærrar afkomu greinarinnar borðleggjandi forsendur fyrir þeim kjarabótum sem felast í hófstilltum kröfum sjómannasamtakanna.

Fyrir skömmu var mér tjáð af farsælum skipstjóra sem spurði útgerðarmann sinn einfaldlega hvort útgerðin væri ekki til í að hækka framlag útgerða í lífeyrissjóð til sjómanna til jafns við aðra launþega. Svarið var stutt og laggott: þið hafið sko andskotans nóg laun. Nefna má þá staðreynd að um árabil var hefð fyrir því að LÍÚ og í framhaldinu SFS hækkuðu kauptryggingu og aðra fasta launaliði í kjarasmningum sjómanna til samræmis við almenna markaðinn á hverjum tíma, þrátt fyrir að kjarasamningar sjómanna hefðu ekki verið endurnýjaðir. Þessi aðferðafræði var slegin af í desember 2019 sem þýðir að lágmarkslaun fiskimanna hafa verið óbreytt í 2 ½ ár meðan annað launafólk í landinu hefur notið umtalsverðra kjarabóta. Þarna er um að ræða talsverðar upphæðir sem eru á röngum stað.

Í nýjasta tilboði SFS er boðið upp á samning til 10 ára! 33.500 kr. við undirskrift og síðan 13.500 kr. á ári í níu ár. Séu hækkanir í lífskjarasamningnum auk hagvaxtarauka framreiknaðar frá desember 2019 til dagsins í dag þá er niðurstaðan 100.500 kr. sem er krafa sjómannasamtakanna við undirskrift á samningi til 5 ára, en það er svar sjómannasamtakanna við boði SFS upp á 33.500 kr. Síðan fylgi hækkanir út samningstímann launaflokki 7 í samningi Starfsgreinasambandsins. Það sem felst í boði SFS er í raun að vilji sjómenn kjarabætur þá borgi þeir þær sjálfir. Þetta sýnir gjörla þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað, þrátt fyrir gósentíð í gegnum covid-tímabilið, gósentíð sem stendur enn. Frá miðju ári 2016 hefur tryggingagjald verið lækkað úr 7,35% í 6,35 % í þeim tilgangi stjórnvalda að efla forsendur hinna ýmsu atvinnugreina til að hækka framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð. Sá sparnaður útgerða bættist einfaldlega við hagnað og arðgreiðslur útgerðarfyrirtækjanna. Meginkrafa fiskimanna í kjarasamningunum er að útgerðin greiði sama framlag og aðrar atvinnugreinar til sinna launþega, þ.e.a.s. 11,5%.

Um þessar mundir er staðan þannig að útgerðarfyrirtæki eru og hafa verið að fjárfesta í fjölmörgum atvinnugreinum mistengdum og alls ótengdum sjávarúvegi fyrir margfaldar fjárhæðir samanborið við það framlag sem sjómenn krefjast, til að sitja við sama borð og annað launafólk í landinu.

Aðkoma Alþingis

Nú er til meðferðar á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign. Sem fyrr ákveður ráðuneyti fjármála og efnahagsmála að taka sjómannastéttina út fyrir sviga skv. 6. grein frumvarpsins og þeim gert að semja við viðsemjanda um 3,5 % hækkun sem að óbreyttu blasir við að ekki mun gerast. Viðsemjandi sem er staðráðinn í að standa fast á sínu gagnvart sínum áhöfnum sem eiga án nokkurs vafa stærsta þáttinn í velgengni útgerðarfyrirtækjanna. Ríkisvaldið hefur í tímans rás gripið inn í kjarasamninga sjómanna með stöðvun verkfalla eða hótunum um að slíkt verði gert. Óhætt er að fullyrða að engin stétt hefur jafn oft verið svipt lögbundnum verkfallsrétti sínum. Ég skora hér með á stjórnvöld að henda 6. grein laganna og sjá þar með til þess að sjómenn sitji við sama borð og annað launafólk í landinu. Útgerðin hefur svo sannarlega borð fyrir báru hvað þetta varðar.

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »