Kaupa flokkunar- og pökkunarlínu frá Micro

Létt var yfir þeim Stein Ove Tveiten, forstjóra Arctic Fish, …
Létt var yfir þeim Stein Ove Tveiten, forstjóra Arctic Fish, og Gunnar Óli Sölvason, framkvæmdastjóra Micro, við undirritun samninganna á sjávarútvegssýningunni. Ljósmynd/Micro

Micro ehf. í Hafnarfirði hefur gengið frá samningi við Arctic Fish ehf. um sölu, framleiðslu og uppsetningu á flokkunar- og pökkunarlínu fyrir nýtt laxasláturhús Arctic Fish sem er að rísa í Bolungarvík. Undirritun samninga fór fram á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Fífunni í Kópavogi á síðasta degi hennar, á föstudag.

Kerfið byggist á hönnun og hugviti frá Micro og er eitt það fullkomnasta og afkastamesta sem sett hefur verið upp hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Fram kemur að stefnt sé að því að hefja uppsetningu á búnaðinum í febrúar á næsta ári og stefnt er á að hann verði tekinn í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2023 þegar hin nýja aðstaða Arctic Fish verður opnuð.

„Þetta er afar mikilvægur samningur fyrir okkur og staðfestir að við erum í fremstu röð þegar kemur að hönnun og framleiðslu á flokkunar- og pökkunarkerfum fyrir heilan fisk. Það er mikil viðurkenning fyrir Micro að hafa orðið hlutskarpastir í útboði sem Arctic Fish stóð fyrir. Þetta er viðamikið verkefni og miklar kröfur sem gerðar eru til flokkunar á heilum fiski og pökkun. Kröfur um rekjanleika og að kerfið sé þrifvænt. Það er mikil hugbúnaðarvinna að baki þessari hönnun og mun hún nýtast við fjölmörg önnur verkefni sem við erum með í pípunum.

Fyrirtækið Micro hefur tekið mörg og stór skref upp á síðkastið og það er frábært að fyrsti samningurinn skuli vera í höfn. Það er staðfesting á að við erum að réttri leið,“ segir Gunnar Óli Sölvason, framkvæmdastjóri Micro.

Mikil afköst í nýju húsi

Kerfið frá Micro byggist á því að laxinn er fluttur frá kælitanki að innmötunarstöð þar sem hann er gæðametinn. Hver fiskur fær gæðamerki sem fylgir honum í gegnum allt kerfið. Laxinn fer svo að vigtareiningu, þar sem þyngdin bætist við gæðamerkið. Laxinn er flokkaður í sjálfvirkum pökkunarflokkara eftir gæðum og þyngd og búnir eru til skammtar. Pökkunarflokkarinn setur skammtinn í kassa sem einnig hefur verið vigtaður inn í kerfið. Kassinn fær límmiða með öllum upplýsingum um vöruna. Að lokum fær hver kassi vigtaðan ísskammt, áður en honum er lokað.

„Búnaðurinn frá Micro er afskaplega spennandi og mun hjálpa okkur að auka arðsemi fyrirtækisins. Mikil tækniþróun hefur orðið á þessu sviði á síðustu árum og er ljóst að þar er Micro í fremstu röð. Við fögnum þessum samningi þar sem mun tryggja mikil afköst í nýja laxasláturhúsinu sem nú er í byggingu í Bolungarvík. Laxaslátrun er mikilvægur þáttur í virðiskeðju okkar og því áríðandi að sá búnaður sem þar verður settur upp sé afkastamikill og öflugur. Þar hefur Micro staðist allar kröfur sem við gerum,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »