„Ég ætlaði ekki að þora að sækja í þetta nám“

Karitas á góðum degi með syni sínum Hafþóri Frank.
Karitas á góðum degi með syni sínum Hafþóri Frank. Ljósmynd/Aðsend

Karitas Þórarinsdóttir var alltaf með löngun til að fara á sjó en efaðist um hversu sniðugt það væri. Hún leitaði á önnur mið og gerðist íþróttakennari. Enn var eitthvað sem togaði í hana og ákvað hún loks að skella sér í skipstjórnarnám og er markmiðið nú að hefja störf á Herjólfi.

Karitas á tvo áfanga eftir í námsstigi D í skipstjórn í Tækniskólanum í húsnæði gamla Sjómannaskólans, en að því loknu er hún komin með ótakmörkuð atvinnuréttindi til skipstjórnar. En hvað varð til þess að hún vildi endilega sækja í starf á sjó?

„Ég get ekki alveg svarað þessu. En ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og ég held að umhverfið hafi haft svolítil áhrif á mig. Þegar maður fór að spá hvað maður vildi verða þá var þetta alltaf sterkari og sterkari tilfinning sem ég þurfti að elta.“

En það var ekki sjálfgefið að hún myndi láta af þessu verða þar sem fiskibátar og -skip sem voru áberandi í Eyjum á uppvaxtarárunum heilluðu hana ekki. „Ég hafði líka ferðast með Herjólfi í nánast sama hvaða veðri sem var og var alltaf sjóveik. Ég ætlaði ekki að þora að sækja í þetta nám. Þetta er svo mikið karlastarf, maður sér eiginlega bara karla. Ég var heldur ekkert mikið að horfa út í heim og sjá möguleikana eins og til dæmis skemmtiferðaskip, snekkjur, þjónustubáta og allskonar aðra báta. Maður sá alltaf bara fiskibáta, flutningaskip og Herjólf.“

Nýi Herjólfur á siglingu. Veðrið getur verið alskonar á leið …
Nýi Herjólfur á siglingu. Veðrið getur verið alskonar á leið til og frá Eyjum. Ljósmynd/ Heimir Hoffritz

„Maður var alltaf að fresta og slá þetta út af borðinu. Kannski skorti bara fyrirmyndir af sama kyni og líka til staðar ótti við að fá ekki tækifæri.“

Karitas lét þó ekki óttann ráða för. „Ég lærði íþróttakennarann en svo var þetta alltaf inni í mér og svo var tilfinningin orðin það sterk að ég varð að gera eitthvað í þessu. Þegar mann langar eitthvað verður maður bara að eltast við það og leggja á sig ef það er eitthvað svona sem maður getur barist við eins og sjóveiki. Hefði ég verið fyrr að opna augun fyrir möguleikunum úti í heimi hefði ég mögulega farið fyrr í þetta nám.“

Gæti hugsað sér að fara á strandveiðar

Hún segir fiskiskipin ekki heilla sig. „Ég hef prófað að fara á togara og það er bæði skemmtileg og erfið vinna. En mig langaði alltaf að koma í land. Á fiskibát ertu úti í fimm daga, viku eða meira. Kemur í land og stoppar kannski sólarhring og ferð út aftur. Maður hefur þurft að átta sig aðeins á því hvað maður vildi. Ég hef líka prófað hvalaskoðunarbát og strandveiðirnar, þær eru rosalega skemmtilegar og gæti ég hugsað mér þær. En heilt yfir heillar mig meira farþegskip og þess háttar.“

Karitas býr með sambýliskonu sinni og eins árs gömlum syni í Vestmannaeyjum og segir að störf á sjó séu ekki alltaf fjölskylduvæn en það þurfi ekki endilega að vera hindrun. „Það getur verið hindrun fyrir suma en það þarf ekki að leyfa því að vera það.“

„Ég held að stelpur spái ekkert mikið í þetta nám og þegar maður er að spjalla við fólk um þetta þá er það helsta sem kemur upp sjóveiki. Það geti ekki verið um borð því það verði svo sjóveikt jafnvel þótt skipið sé bundið við bryggju. Svo eru margir sem ekki eru búnir að skoða við hvað þú getur unnið hérna á Íslandi. Það er alltaf að fjölga tegundum af skipum eins og til dæmis í fiskeldinu, í kræklingaræktinni í Breiðafirði og öðrum greinum.“

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Spurð um framtíðina svarar Karitas: „Draumurinn var og er að vinna um borð í Herjólfi hérna í Eyjum.“ Hún kveðst þó vera opin fyrir öðrum tækifærum hér innanlands eða erlendis, en fyrsta skrefið sé að ná markmiðinu um að komast á Herjólf.

„Ég hvet alla sem langar í skipstjórnarnám að fara í það. Endilega að skoða tækifærin í kringum sig og ef það eru einhverjar stelpur þarna úti hræddar eins og ég, þá verða þær að spyrja sig hvað þær myndu gera ef þær væru ekki hræddar. Og sækja bara um. Það eru geggjaðir kennarar í Tækniskólanum,“ segir Karitas að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,30 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 178,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,30 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 178,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »