Forsenda karfaráðgjafar „hreint bull“

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey.
Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey. Ljósmynd/Brim

„Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um karfakvóta næsta fiskveiðiárs er gjörsamlega galin. Fiskifræðingar leggja til 20% niðurskurð í gullkarfaveiðum næsta árs og segja að það sé vegna þess að veiðin sé bara borin uppi af tveimur árgöngum. Það er hreint bull. Samkvæmt okkar reglulegu prufum eru það sex til sjö árgangar sem eru uppistaða aflans, alveg eins og það á að vera,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey AK, í færslu á vef Brims.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að ekki verði veitt meira en 25.545 tonn af gullkarfa á næsta fiskveiðiári, en ráðgjöfin fyrir núverandi fiskveiðiár var 31.855. Stofnunin segir orsök lækkun í ráðgjöf vera slök nýliðun. Hrygningarstofninn er sagður hafa minnkað umtalsvert á undanförnum árum og mælist við aðgerðarmörk. Gert er ráð fyrir að sókn í stofninn fari ört minnkandi á komandi árum.

„Ég hef verið á togurum síðan 1975 og get fullyrt að karfinn er nú nánast alls staðar. Það hefur ekki alltaf verið svona og ég man eftir að hafa verið á fundi með fiskifræðingum eitt árið sem gullkarfastofninn var í lágmarki. Þá sagði helsti karfasérfæðingur Hafrannsóknastofnunar, sem nú er forstjóri sömu stofnunar, að við skyldum búa okkur undir mögur ár á karfaveiðunum næstu árin. Það þveröfuga gerðist. Karfastofninn rétti hratt úr kútnum og hefur verið sterkur allar götur síðan. Við tökum reglulega prufur og samkvæmt þeim erum við aðallega að veiða sex til sjö árganga. Við fáum alltaf eldri karfa en hann teljum við ekki með,” segir Eiríkur í færslunni.

Akurey AK.
Akurey AK. mbl.is

Flotinn bundinn við bryggju

Samhliða lækkun í ráðgjöf gullkarfa var einnig ráðgjöf fyrir þorsk minnkuð um 13.527 tonn, 6.261 tonn fyrir ufsa, 1.590 tonn fyrir djúpkarfa og 826 tonn fyruir steinbít. Þó varð aukning í ráðgjöf fyrir ýsu um 11.790 tonn.

Skipstjórinn segir ljóst að togaraflotinn verði bundinn við bryggju í tvo mánuði á næsta fiskveiðiári ef aflamark verði gefið út í samræmi við þessa ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

„Það er búið að loka 90% af okkar gömlu heimamiðum á undanförnum árum. 20% skerðing nú á gullkarfann er reiðarslag fyrir margar útgerðir. Ég fæ ekki séð að við getum veitt ufsann ef þessar tillögur verða að veruleika. Bara hjá því félagi, sem ég vinn hjá, er boðuð skerðing um 1.500 tonn af gullkarfa á næsta ári. Það er ársafli eins togara. Nógu slæmt er ástandið varðandi karfakvótann í ár. Margir hafa brugðist við því með að stækka möskvann í pokanum í 155 millimetra, t.d. á veiðum á Halanum, en það þýðir að karfinn kemst út úr trollinu með möskvasmugi. Það getur seint talist sérstaklega góð umgengni um auðlindina,” segir Eiríkur Jónsson.

115 tonn eftir tvo sólarhringa

Akurey kom til hafnar í morgun eftir stuttanm túr með 115 tonna afla og er það sagt duga vinnslunni í dag og jafnvel fram á mánudag, en frí er á morgun.

„Við fórum á Fjöllin og vorum um tvo sólarhringa á veiðum. Aflinn var nokkurn veginn til helminga ufsi og gullkarfi og svo fengum við smávegis af öðrum tegundum með. Við vorum einir á svæðinu til að byrja með en skipunum tók að fjölga um það leiti sem við héldum til hafnar,” segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,86 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,86 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »