Kristján vann ljósmyndakeppni 200 mílna

Sigurvegari ljósmyndakeppninnar Kristján Maack og Gunnlaugur Snær Ólafsson, umsjónarmaður 200 …
Sigurvegari ljósmyndakeppninnar Kristján Maack og Gunnlaugur Snær Ólafsson, umsjónarmaður 200 mílna, með eintak af sjómannadagsblaðinu. Mynd Kristjáns prýddi forsíðuna. mbl.is/Hákon Pálsson

„Við vorum á veiðum á Halanum, lengst út í rassi um há vetur,“ segir Kristján Maack, ljósmyndarinn sem tók myndina sem sigraði í ljósmyndakeppni 200 mílna og Morgunblaðsins. Myndin var tekin um borð í Helgu Maríu AK og prýddi forsíðu sjómannadagsblaðs 200 mílna sem kom út síðastliðinn laugardag.

Fleiri myndir úr keppninni má sjá neðar í þessari grein.

Einstaklega myndrænt og skemmtilegt

Spurður hvernig hann náðu þessu einstaka atviki svarar Kristján: „Ég er að sníglast um skipið allt þegar ég er að mynda og sjónarhornið myndast þarna þegar ég stend upp í brúnni þar sem togvírunum er stjórnað og horfi aftur í skutinn. Skipið var náttúrulega að fara upp og niður þannig að það kemur alltaf skellur á skipið þegar það er á hreyfingu.“

Hann kveðst hafa séð sjóinn gusast inn en þá hafi enginn sjómaður verið á staðnum „En svo átti hann erindi þarna að hlaupa með kaðla. Ég beið bara upp í brú í makindum í hlýjunni við hliðina á skipstjórnaum og myndaði þetta. Þeir voru að kippa í trollið þegar það er að koma inn og setja gilsa og allt saman. Svo kemur alda inn um skutinn um leið og hann er að forða sér“

Myndin sem vann keppnina: Sterk mynd sem nær einstöku og …
Myndin sem vann keppnina: Sterk mynd sem nær einstöku og dramatísku augnabliki. Lýsir þeim erfiðu aðstæðum sem sjómenn Íslands glíma við á degi hverjum. Ljósmynd/Kristján Maack

„Þetta eru snör handtök sem þessir sjómenn þurfa að hafa þegar lætin eru mikil.,“ bætir Kristján við. Hann segist hafa náð allri atburðarrásinni þar til aldan fer yfir sjómanninn.

„Ég var svo ánægður með það að á þessari mynd sést að hann er í öryggisbúnaði,“ útksýrir Kristhján og vekur athygli á vírnum sem fastur er í sjómanninn sem og öryggishjálminn, gallan og allt hitt sem heyrir búnaðinum til.

„Ég er búinn að fara í fjölmarga túra. Viku túra með skipunum og myndað lífið um borð. Þetta er alltaf einstaklega myndrænt og skemmtilegt.“

200 myndir frá 100 lesendum

Á þessu ári eins og þeim sem á undan hafa gengið var gefið út sjómannadagsblað 200 mílna, en að þessu sinni var ákveðið að leita til dyggra lesenda um forsíðumynd blaðsins. Var því efnt til ljósmyndakeppni og var óskað eftir fallegum, hrikalegum, mögnuðum og einstökum ljósmyndum af sjónum eða sjósókn.

Alls bárust tæplega 200 myndir frá um 100 lesendum. Dómnefndin viðurkennir fúslega að mjög erfitt reyndist að velja sigurvegara meðal svo stórkostlegra ljósmynda en þrjár myndir hlutu sérstök verðlaun þó var hnífjafnt milli sex mynda.

Hér fylgja myndir sigurvegaranna og myndir sem fengu sérstaka athygli dómnefndar:

2. sæti Jón Steinar Sæmundsson:

2. sæti: Mikil dramatík í stórkostlegri mynd.
2. sæti: Mikil dramatík í stórkostlegri mynd. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

3. sæti Björn Steinbekk

3. sæti: Spegilsléttur Eyjafjörður og Björg EA á leið sinni …
3. sæti: Spegilsléttur Eyjafjörður og Björg EA á leið sinni til hafnar. Ljósmynd/Björn Steinbekk


Meðal sex efstu:

Óðinn Eymundsson

Einstök fegurð í þessu mótífi ljósmyndarans.
Einstök fegurð í þessu mótífi ljósmyndarans. Ljósmynd/Óðinn Eymundsson

Thomas Þór Branson

Mögnuð mynd sem fangar fegurðina og púlið.
Mögnuð mynd sem fangar fegurðina og púlið. Ljósmynd/Thómas Þór Branson

Björgúlfur Kr. Bóasson

Frumleg nálgun með mikilli fegurð.
Frumleg nálgun með mikilli fegurð. Ljósmynd/Björgúlfur Kr. Bóasson

Aðrar myndir:

Besta brimið: Dúi Landmark

Litrík og áhrifamikil mynd sem sýnir náttúruöflin skarta ógnvænlegri fegurð.
Litrík og áhrifamikil mynd sem sýnir náttúruöflin skarta ógnvænlegri fegurð. Ljósmynd/Dúi Landmark

Flottasta kvöldsólin: Gungör Gunnar Tamzok

Kraftmiklir og fallegir litir fyrir austan setja mikinn svip á …
Kraftmiklir og fallegir litir fyrir austan setja mikinn svip á myndina. Ljósmynd/Gungör Gunnar Tamzok

Tilkomumesta myndin Hlynur Ágústsson

Það er einstakt að ná augnablikinu er sjómaður, sem kominn …
Það er einstakt að ná augnablikinu er sjómaður, sem kominn er í allan öryggisbúnaðinn, er að búa sig undir átök dagsins. Ljósmynd/Hlynur Ágústsson

Glaðasti fiskur í heimi: Pétur Rúnar Guðmundsson

Allir sem sjá þessa mynd eru sannfærðir um að þessi …
Allir sem sjá þessa mynd eru sannfærðir um að þessi þorskur brosi. Kannski vissi hann að það væri verið að taka mynd af sér! Ljósmynd/Pétur Rúnar Guðmundsson

Dýpsta myndin: Þóra Guðnadóttir

Um er að ræða eina frumlegustu nálgunina í keppninni. Skemmtileg …
Um er að ræða eina frumlegustu nálgunina í keppninni. Skemmtileg og öðruvísi mynd sem gerir okkur kleift að kíkja í annan heim. Ljósmynd/Þóra Guðnadóttir

Besti spegillinn: Elísabet Ólafsdóttir

Margir leita að spegilsléttum sjó en hann verður varla sléttari …
Margir leita að spegilsléttum sjó en hann verður varla sléttari en þetta. Ljósmynd/Elísabet Ólafsdóttir

Besta hafnarmyndin: Jón Þórðarson

Margar myndir bárust af höfnum landsins og voru þær allar …
Margar myndir bárust af höfnum landsins og voru þær allar dásamlegar á sinn hátt. Eitthvað gerði þessa mynd einstaka. Ljósmynd/Jón Þórðarson

Beittasta myndin: Páll Kristjánsson

Margar ólíkar nálganir voru í keppninni en enginn vafi er …
Margar ólíkar nálganir voru í keppninni en enginn vafi er á að það verður varla beittara en sverðfiskur. Ljósmynd/Páll Kristjánsson

Mesti Eyjapeyinn: Ingi Gunnar Gylfason

Vestmannaeyingar hafa verið duglegir að senda myndir frá Eyjum, en …
Vestmannaeyingar hafa verið duglegir að senda myndir frá Eyjum, en þessi er líklega sú besta að mati dómnefndar. Ljósmynd/Ingi Gunnar Gylfason
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.22 Jökull SH-339 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
2.7.22 Kristinn ÞH-163 Handfæri
Þorskur 464 kg
Samtals 464 kg
2.7.22 Húni BA-707 Grásleppunet
Grásleppa 2.127 kg
Samtals 2.127 kg
2.7.22 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Handfæri
Þorskur 638 kg
Samtals 638 kg
2.7.22 Bobby 7 ÍS-367 Sjóstöng
Þorskur 391 kg
Ufsi 32 kg
Samtals 423 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.22 Jökull SH-339 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
2.7.22 Kristinn ÞH-163 Handfæri
Þorskur 464 kg
Samtals 464 kg
2.7.22 Húni BA-707 Grásleppunet
Grásleppa 2.127 kg
Samtals 2.127 kg
2.7.22 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Handfæri
Þorskur 638 kg
Samtals 638 kg
2.7.22 Bobby 7 ÍS-367 Sjóstöng
Þorskur 391 kg
Ufsi 32 kg
Samtals 423 kg

Skoða allar landanir »