Lengra stopp og færra starfsfólk

Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.Run í Grundarfirði.
Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.Run í Grundarfirði.

Viðsjár eru í sjávarútvegi vegna ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar, þar sem gert er ráð fyrir að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári verði skert um 6% og um 20% í kvóta.

„Áfallið er mikið og allar forsendur í okkar rekstri og starfsemi eru breyttar. Ég tel ráðgjöf Hafró heldur ekki raunhæfa, enda byggð fremur á kennisetningum en jafn ítarlegum rannsóknum og þyrfti,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.Run í Grundarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Ráðgjöf og tillögur nú telur Smári raunar sýna að uppbygging á þorskstofninum, sem verið hefur áherslumál í stjórnmálum og hafrannsóknum, hafi mistekist.

Nýtt fiskvinnsluhús G.Run í Grundarfirði var tekið í notkun árið 2019 og miðað við full afköst geta þar farið í gegn um 6.300 tonn af fiski árlega. Framleiðslan í dag nær því að vísu ekki og vinnslan liggur niðri í um tvo mánuði á ári yfir hásumarið. Nú telur Smári líklegt að lengja verði tímann sem lokað er í þrjá mánuði og hugsanlega fækka starfsfólki. Hugsanlegt sé að aðeins verði unnin um 4.500 tonn á ári í húsinu nýja. Nú sé raunar svo komið að endurskoða þurfi forsendur í rekstri G.Run. Þær hafi miðast við að heimildir til veiða á þorski og karfa, sem fyrirtækið hefur mikið byggt á, héldust óbreyttar frá því sem verið hefur. Bygging nýs fiskvinnsluhúss og skipakaup á síðustu árum hafi miðast við slíkt. 

Guðmundur Smári Guðmundsson hér með Sigurlaugu Björnsdóttur sem starfar í …
Guðmundur Smári Guðmundsson hér með Sigurlaugu Björnsdóttur sem starfar í fiskvinnslu G.Run. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »