Háhyrningarnir flýja grindhvalina

Komum grindhvala upp að ströndum Íslands er mögulega að fjölga. …
Komum grindhvala upp að ströndum Íslands er mögulega að fjölga. Samskipti þeirra við háhyrninga eru líklega flóknari en talið var Ljósmynd/Katarína Klementisov

Grindhvalir virðast stökkva háhyrningum á flótta með hátterni sínu í hafinu. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands (HÍ). Hún var gerð í nánu samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtæki allt í kringum landið. „Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar þar sem samskiptum grindhvala og háhyrninga við Íslandsstrendur er lýst,“ segir í tilkynningu frá HÍ.

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á tíðni grindhvala og háhyrninga við strendur Íslands. Þar á meðal hvar báðar tegundir var að finna og lýsa samskiptum milli þeirra. Rannsóknir við strendur Spánar og Noregs sýna að þessar tegundir eiga í samskiptum og þær hafa m.a. sýnt að háhyrningar, sem tróna á tindi fæðukeðju undirdjúpanna, forðast grindhvali og virðast í sumum tilvikum flýja þá á miklum hraða.

Háhyrningar tróna á toppi fæðukeðjunnar en forðast grindhvali.
Háhyrningar tróna á toppi fæðukeðjunnar en forðast grindhvali. Ljósmynd/Curt Hanson

Gagnasöfnun fólst í því að skrá hvenær sást til tegundanna, bæði af sjó og landi, það er frá Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gögn í rannsókninni ná til áranna 2007-2020 og gagnasöfnun fór fram við Vestmannaeyjar, í Faxaflóa, Breiðafirði, Steingrímsfirði, Eyjafirði og á Skjálfanda.

Grindhvala varð aðeins vart á sumrin og komum þeirra að ströndum Íslands fjölgaði á rannsóknartímanum, sérstaklega sunnan við landið. Oftast sást til þeirra við Vestmannaeyjar, Breiðafjörð og Steingrímsfjörð. Háhyrningar sáust hins vegar allt árið. Breytilegt var milli árstíða og staða hversu oft sást til þeirra en rannsakendur urður reglulega varir við háhyrninga við Vestmannaeyjar á sumrin og í Breiðafirði á veturna og á vorin.

Grein um rannsóknina birtist nýlega í vísindatímaritinu Acta Ethologica en hún er hluti af doktorsverkefni Önnu Selbmann í líffræði við HÍ. Rannsóknina vinnur hún undir leiðsögn Filipu Samarra, sérfræðings við starfsstöð Stofnunar rannsóknasetra HÍ í Vestmannaeyjum, Jörundar Svavarssonar, prófessors við HÍ, og Paul Wensveen, rannsóknasérfræðings við HÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Hrói SH-040 Grásleppunet
Grásleppa 3.370 kg
Samtals 3.370 kg
3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Hrói SH-040 Grásleppunet
Grásleppa 3.370 kg
Samtals 3.370 kg
3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg

Skoða allar landanir »