Makrílveiðar líklega aftur langt umfram ráðgjöf

Makríllinn hefur verið mikilvægur nytjastofn en mun meira er veitrt …
Makríllinn hefur verið mikilvægur nytjastofn en mun meira er veitrt af honum en vísindamenn hafa ráðlagt. mbl.is/Árni Sæberg

Allt bendir til þess að veiðiheimildum í makríl verði úthlutað vel umfram ráðgjöf eins og fyrri ár þar sem strandríkin sex auk Evrópusambandsins hafa ekki komið sér saman um skiptingu aflahlutdeildar. Um er að ræða rúmlega 331 þúsund tonn eða 42% umfram ráðgjöf.

Á fundi sínum í London 27. október í fyrra komu strandríkin sex og Evrópusambandið sér saman um að úthlutun veiðiheimilda ætti að byggjast á ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem nemur 794.920 tonnum. Það hefur hins vegar engin áhrif á útgáfu aflaheimilda ríkjanna til sinna útgerða sem halda áfram að úthluta á grundvelli sinna krafna en samanlagt hafa heimildir verið langt umfram ráðgjöf.

Færeysk yfirvöld tilkynntu á dögunum um útgáfu tæplega 156 þúsund tonna makrílkvóta til færeyskra skipa á grundvelli kröfu þeirra um 19,6% hlut af ráðlagðri hámarksveiði. Um er að ræða sama hlut og krafist var í fyrra en þá höfðu Færeyjar aukið úthlutun sína um 55% frá árinu 2020.

Úthlutun færeyskra yfirvalda er 6,7% minni en á síðasta ári þegar færeysk skip fengu 167 þúsund tonn í sinn hlut. Það er í samræmi við lækkun ráðgjafar milli ára og kveðst Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í tilkynningu á vef færeyskra yfirvalda vona að á næstu samningafundum verði komist að samkomulagi milli strandríkjanna fyrir árið 2023.

Líklega 278 þúsund tonn

Norsk yfirvöld gáfu fyrir síðustu makrílvertíð út 298 þúsund tonna makrílkvóta sem var 55% aukning eins og í tilfelli Færeyinga. Í kjölfar vertíðarinnar kváðust norsk yfirvöld þó binda vonir við að tækist að semja um skiptingu aflahlutdeildar fyrir makrílvertíðina 2022 og gáfu 22. desember á síðasta ári út 100 þúsund tonna bráðabirgðakvóta í makríl.

„Mikilvægt er að setja bráðabirgðakvóta frá 1. janúar svo þeir sem þess óska geti hafið veiðar snemma árs,“ sagði Bjørnar Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs. „Ég mun tryggja að endanlegur landskvóti fyrir árið 2022 verði ákveðinn með góðum fyrirvara áður en meirihluti norskra makrílveiða hefjist sumarið 2022.“

Norski ráðherrann hefur ekki gefið út endanlega reglugerð en búist er við henni á næstunni. Ef Norðmenn gefa út heimildir í samræmi við hlutdeild þeirra af ráðgjöf á síðasta ári má gera ráð fyrir að norsk skip fái 278 þúsund tonna makrílkvóta sem er 35% af ráðgjöfinni. Telja Norðmenn sig eiga töluvert tilkall í makrílinn vegna svokallaðrar svæðistengingar stofnsins.

Mikið í húfi

Íslensk yfirvöld hafa gefið út að þau standa fast á 16,5% hlut af ráðlagðri heildarveiði og vænta íslensk skip að fá 131 þúsund tonna kvóta vegna veiðanna í ár. Þó tókst íslenskum skipum illa að ná úthlutuðum heimildum á síðasta ári og fengu íslenskar útgerðir heimild til að færa allt að 15% af aflaheimildum í makríl milli ára.

Engar vísbendingar eru um að Íslendingum takist eitthvað betur nú að ná úthlutuðum aflaheimildum í makríl en í fyrra, enda sést sífellt minna af makríl umhverfis Ísland. Einmitt á grundvelli þessa heyrast raddir um hvort Íslendingar hafa misst af tækifærinu til að ná í samningum ásættanlegri hlutdeild.

Strandríkin eru því litlu nær í samningsgerðinni og ljóst að veitt verður langt umfram ráðgjöf. Ekki hefur það einungis áhrif á makrílstofninn heldur einnig markaðshorfur tegundarinnar. Stórir kaupendur uppsjávarafurða – 40 verslunarkeðjur og matvælaframleiðendur – tilkynntu 2021 að þau gæfu strandríkjum í norðausturhluta Atlantshafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á makríl, síld og kolmunna verði innan vísindalegrar ráðgjafar. Annars muni fyrirtækin leita að öðru hráefni og lækka kaupverð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.22 Inga SH-069 Grásleppunet
Grásleppa 1.251 kg
Samtals 1.251 kg
3.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.273 kg
Samtals 2.273 kg
3.7.22 Garri BA-090 Handfæri
Þorskur 3.655 kg
Ufsi 590 kg
Samtals 4.245 kg
3.7.22 Austfirðingur SU-205 Handfæri
Þorskur 829 kg
Ufsi 287 kg
Ýsa 58 kg
Gullkarfi 10 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.189 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.22 Inga SH-069 Grásleppunet
Grásleppa 1.251 kg
Samtals 1.251 kg
3.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.273 kg
Samtals 2.273 kg
3.7.22 Garri BA-090 Handfæri
Þorskur 3.655 kg
Ufsi 590 kg
Samtals 4.245 kg
3.7.22 Austfirðingur SU-205 Handfæri
Þorskur 829 kg
Ufsi 287 kg
Ýsa 58 kg
Gullkarfi 10 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.189 kg

Skoða allar landanir »