Ingvaldur Mar Ingvaldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bolfisks hjá Skinney-Þinganesi þar sem hann mun bera ábyrgð á hámörkun á virði bolfisks í gegnum virðiskeðju veiða, vinnslu og sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðinni.
Þar segir að Ingvaldur mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins og hefur störf 1. júlí næstkomandi.
Ingvaldur hefur undanfarin ár starfað sem rekstrastjóri bolfiskvinnslu Skinneyjar-Þinganess í Þorlákshöfn og mun hafa starfstöðvar bæði í Þorlákshöfn og á Höfn. Ingvaldur lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hann starfaði hjá VÍS um árabil og var framkvæmdastjóri á fasteignasölu þar áður.
Grunnurinn er þó í sjávarútvegi þar sem hann er menntaður skipstjórnarmaður og vélstjóri og starfaði við það fyrstu árin eftir skólagöngu, segir í tilkynningunni