Nýja sanddæluskipið búið undir verkefni

Nýja sanddæluskipið fékk skverun í slippnum í Reykjavík til undirbúnings …
Nýja sanddæluskipið fékk skverun í slippnum í Reykjavík til undirbúnings fyrir komandi verkefni. mbl.is/sisi

Starfsmenn Björgunar eru að gera nýja sanddæluskipið klárt fyrir fyrstu verkefni þess hér á landi. Skipið fór í slipp í Reykjavík og nú er verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu til að fá það skráð á íslenska skipaskrá.

Sanddæluskipið var keypt frá Spáni fyrr í sumar og hét þá Gigante. Það hefur nú fengið nafnið Álfsnes. Var nafnið valið eftir tilnefningar frá starfsfólki en það hefur skírskotun til nýrrar starfsstöðvar Björgunar sem verður í Álfsnesvík.

Ísafjörður eða Akureyri

Spurður um fyrstu verkefni Álfsness segir Eysteinn Jóhann Dofrason, framkvæmdastjóri Björgunar, að þau verði annaðhvort á Höfn í Hornafirði, Akureyri eða Ísafirði. Það fari eftir því hvenær skipið verði tilbúið til verka en hann vonast til að það verði ekki mikið meira en hálfur mánuður í það. Eftir er að ljúka fyllingarverkefni á Akureyri og fyrir dyrum stendur stórt dýpkunarverkefni á Ísafirði. Þá var Björgun með lægasta tilboð í dýpkun Grynnslanna fyrir utan Hornafjarðarós. Að auki eru föst verkefni eins og dæling fyrir Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal og gripið í dælingu við nýja lóð Björgunar í Álfsnesvík. Loks má nefna að viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn er í útboðsferli. Þar eru gerðar kröfur um öflugt skip sem Álfsnes ætti að standa undir.

Telur Eysteinn hugsanlegt að nýja skipið dæli upp undir milljón rúmmetrum af efni fram til áramóta.

Gigante fékk nafnið Álfsnes en það er skírskotun til nýrrar …
Gigante fékk nafnið Álfsnes en það er skírskotun til nýrrar starfsstöðvar Björgunar í Álfsnesvík. Fjöldi verkefna bíður nýja skipsins. mbl.is/sisi

Dísa verður seld úr landi

Álfsnes leysir sanddæluskipið Dísu af hólmi og er mun öflugra skip og fjölhæfara. Eysteinn hefur trú á því að það reynist vel við aðstæður hér á landi. Verður reynslan sem fæst fram til áramóta notuð til að meta hvort ástæða sé til að laga það enn betur að aðstæðum hér.

Dísa lauk sínu síðasta verkefni í Arnarfirði fyrir sjómannadag og er nú komin í söluferli. Telur Eysteinn að hún geti nýst áfram, einhvers staðar í öðrum löndum.

Áhöfnin færðist yfir á Álfsnes og er að læra inn á skipið og búa það undir verkefni sín.

Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 25. júní. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »