Vinsældir „risadiska-diskós“ ótvíræðar

Ron Enver, hjá Fishtek, og Jon Ashworth, skipstjórinn á bátnum …
Ron Enver, hjá Fishtek, og Jon Ashworth, skipstjórinn á bátnum Three Jays sem gerður er út frá Cornwall. Ljósmynd/Fishtek

Sannað hefur verið að hægt sé að beita LED-ljósum til að veiða risadiska í staðbundin veiðarfæri eða gildrur. Þetta kemur fram í vísindagrein sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Fisheries Research. Að uppgötvuninni standa breskir vísindamenn og sjómenn en talið er að hún skapi grundvöll fyrir frekari þróun veiðiaðferða sem hafa mun minni neikvæð áhrif á lífríki á hafsbotni en hefðbundnar aðferðir.

Hefðbundnar veiðar á sjávardýrum af diskaætt styðjast við veiðarfæri sem dregin eru eftir hafsbotni, til að mynda með plógi eða trolli sem getur skaðað viðkvæm búsvæði og viðkvæmar sjávarlífverur. Einn leið til að takmarka áhrif á lífríkið er að kafa eftir afurðum en slíkt er bæði kostnaðarsamt og gefur af sér takmarkaðan afla.

Breska félagið Fishtek sá því tækifæri í að skoða nýjar lausnir á þessum vanda og ákvað því að hefja samstarf við sjómenn á suðvesturhluta Englands um tilraunir með nýjum veiðarfærum. „Við mátum áhrif þess að nota ljós í gildrum af ýmsum toga á risadiska, töskukrabba, vatnakrabba, humar og trjónukrabba við Cornwall á tímabilinu desember 2020 til febrúar 2021. Alls voru lagðar 77 línur, með 1.886 gildrum af sex mismunandi gerðum,“ segir í samantekt vísindagreinarinnar Scallop potting with lights: A novel, low impact method for catching European king scallop.

Miðin sem urðu fyrir valinu voru hefðbundin krabbadýramið en ekki þekkt fyrir að gefa af sér risadiska (pecten maximus). Þrátt fyrir þetta náðu allar gildrur búin ljósum risadiskum og af þeim 518 diskum sem skráðir voru veiddust 99,6% í gildrur með ljósum. Breytt humargildra með ljósum veiddi risadiska best, með hámarksveiðihlutfall upp á 19 risadiska á línu en um 23 til 24 gildrur voru á hverri línu. Mesta magn af risadisk í einni gildru var 24.

Gildrurnar skiluðu ágætum afla þegar diskóljósin voru notuð.
Gildrurnar skiluðu ágætum afla þegar diskóljósin voru notuð. Ljósmynd/Fishtek

„Við sýnum að einfaldar og ódýrar breytingar á núverandi krabbadýragildrum gefa sjómönnum tækifæri til að auka núverandi krabbadýraafla með litlum umhverfisáhrifum. Frekari betrumbót á gildruhönnun og ljósunum er þörf til að halda risadiskum og krabbadýrum [í gildrunum] áður en hægt er að koma á fót hagkvæmum veiðum,“ segir í samantektinni.

Breytta humargildran búin LED-ljósum hefur nú hlotið nafnið „scallop disco“ á ensku eða í íslenskri þýðingu „diska-diskó“.

Afgerandi niðurstaða

Risadiskarnir eru með 200 augu og reyndust ljósin í „diska-diskóinu“ einfaldlega ómótstæðileg. „Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ég var efins um að þetta myndi virka, en í fyrsta skiptið sem við drógum upp gildrurnar og sáum risadiskana innan í vissum við að við höfðum uppgötvað eitthvað merkilegt. Þetta var svo spennandi að ég gat varla sofið í nokkrar nætur,“ fullyrðir Ron Enver, hjá Fishtek, sem leiddi rannsóknateymi fyrirtækisins, í tilkynningu.

„Fyrsta dag úti á sjó var endalaus spenna. Nánast hver einasta gildra sem við drógum var með risadisk í sér en engan risadisk að sjá í þeim ljóslausu. Það var afgerandi, þar og þá. Að hafa sannað að hægt sé að nota ljós til að veiða risadisk hlýtur að hafa ótrúlegar afleiðingar,“ er haft eftir Jon Ashworth, skipstjóri á bátnum Three Jays sem gerður er út frá Newlyn á Cornwall.

Frekari rannsóknir

Þrátt fyrir að töluvert af risadiskum fengist í breyttu humargildrurnar fékkst nokkuð minna af þeim tegundum krabbadýra sem sjómenn oftast sækja í þegar borið var saman við afla úr óbreyttum humargildrum. Hins vegar telja rannsakendur að hægt sé að gera nokkrar tiltölulega einfaldar breytingar á hönnun „diska-diskósins“ sem þeir segja „líklegar“ til þess að skila svipuðum afla krabbadýra og óbreyttu humargildrurnar, á sama tíma og þær skila auknum risadiskaafla.

Ljósin eru fest í gildruna og með því er hægt …
Ljósin eru fest í gildruna og með því er hægt að hefja ballið. Ljósmynd/Fishtek

Vísindamennirnir telja of snemmt að gera samanburð á hagkvæmni þessarar veiðiaðferðar og annarra. Þörf sé á frekari hönnun gildranna og þess ljósabúnaðar sem nýttur er.

Einnig þarf að meta áhrif mismunandi tegunda af ljósum sérstaklega með tilliti til litar en stuðst var við hvítt ljós í tilraununum. Vakin er athygli á að ljósnemar tegunda af diskaætt séu viðkvæmastir fyrir grænum litum og að umhverfisaðstæður geta haft áhrif á þær bylgjulengdir sem hafa áhrif á hegðun diska. Talin er þörf á að fá frekari innsýn til að komast að því hvort aðrir ljósir litir geti aukið aðdráttarafl gildranna enn frekar.

„Frekari vinnu þarf til að komast að því hvernig mismunandi bylgjulengdir ljóss í upplýstu gildrunum hafa áhrif á aflahlutfall annarra tegunda sem eru mikilvægar í atvinnuskyni,“ segir í vísindagreininni. Rannsóknir annarra hafa til að mynda sýnt fram á að fjólubláar bylgjulengdir ljóss fjölgaði snjókrabba sem fékkst í gildrur í Barentshafinu á meðan hvítar bylgjulengdir höfðu engin veruleg áhrif á snjókrabba.

Auka þarf hagkvæmni

Fjölda þátta þarf að skoða áður en uppgötvuninni getur verið beitt í veiðum í atvinnuskyni. Benda rannsakendur meðal annars á að sjómaður sem hafi veitt krabbadýr til 30 ára hafi vakið athygli á því að komi trjónukrabbi í gildru muni humarinn forðast hana. Þetta hefur mikilvæg áhrif á hagkvæmni upplýstu gildranna sem hannaðar eru til að ná risadiskum, en sýnt hefur verið fram á að þessar gildrur auka trjónukrabbafla um allt að 200%, segir í greininni.

Jafnframt er sagt nauðsynlegt að rannsaka hvort hægt sé að beita blikkandi ljósum til að auka risadiskaafla, þar sem það myndi auka endingu rafhlöðunnar í LED-ljósunum og þar með lækka rekstrarkostnað.

Hákarla- og fuglafælur

Árið 1999 hófu bræðurnir Ben og Pete Kibel að velta fyrir sér leiðum til að draga úr meðafla fiskveiða. Pete, sem er sjávarlíffræðingur, og Ben, sem er verkfræðingur, samnýttu þekkingu sína og úr hefur orðið fjöldi vara sem eiga að styðja við umhverfisvænni veiðar.

Þeir stofna fyrirtækið Fishtek Marine árið 2016.

Fyrirtækið hefur til að mynda þróað fuglafælu sem á að draga úr því að fuglar verði meðafli í línuveiðum og hákarlafælu vegna sömu veiða. Þá hafa þeir einnig þróað ljós sem á að fæla hvali og önnur dýr frá netum, svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 621,75 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,67 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,86 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 494,95 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.8.22 Svanur BA-413 Sjóstöng
Ýsa 70 kg
Samtals 70 kg
10.8.22 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Þorskur 38 kg
Samtals 38 kg
10.8.22 Óðinshani BA-407 Sjóstöng
Þorskur 35 kg
Samtals 35 kg
10.8.22 Hafey SK-010 Handfæri
Þorskur 994 kg
Gullkarfi 111 kg
Ufsi 24 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 1.141 kg
10.8.22 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 621,75 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,67 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,86 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 494,95 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.8.22 Svanur BA-413 Sjóstöng
Ýsa 70 kg
Samtals 70 kg
10.8.22 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Þorskur 38 kg
Samtals 38 kg
10.8.22 Óðinshani BA-407 Sjóstöng
Þorskur 35 kg
Samtals 35 kg
10.8.22 Hafey SK-010 Handfæri
Þorskur 994 kg
Gullkarfi 111 kg
Ufsi 24 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 1.141 kg
10.8.22 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg

Skoða allar landanir »