Smábátasjómenn á Norðausturlandi eru mjög ósáttir við strandveiðikerfið og telja þeir grófa mismunun vera á milli veiðisvæða.
Þeir segja í samtali við Morgunblaðið í dag að kerfið neyði þá til að veiða smáan og verðlítinn fisk strax í maí „þegar stærri og verðmeiri fiskur er ekki genginn á okkar svæði svo við eigum alltaf á hættu að heildarpotturinn verði búinn loks þegar stærri fiskur fer að veiðast hér“.
Einar E. Sigurðsson, útgerðarmaður á Raufarhöfn, segir að það sem hafi átt að hleypa lífi í sjávarþorp sé í raun að brjóta niður brothættar byggðir. Þetta segir Einar „glórulaust“.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.