Lítill fiskibátur með tvo um borð varð vélarvana nálægt landi hjá Bjarnarnesi í Húnaflóa.
Að sögn Landhelgisgæslunnar ætlar annar fiskibátur að koma honum til aðstoðar og draga að landi.
Björgunarsveitir voru ræstar út vegna óhappsins, auk þess sem þyrla Gæslunnar er skammt frá ef á þarf að halda, en hún hefur verið þar við æfingar.