„Við erum ekki að biðja um fjármuni“

Til að tryggja veiðar í 48 daga per bát í …
Til að tryggja veiðar í 48 daga per bát í ár og sómasamleg lok vertíðar 31. ágúst þarf u.þ.b. 3.000 tonn til viðbótar í strandveiðikvóta að sögn stjórnar Strandveiðifélags Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Strandveiðifélag Íslands segir að það sé nauðsynlegt að auka í strandveiðikvóta fyrir 20. júlí sem sé síðasti dagur til að segja sig frá strandveiðum. Það sé óviðunandi að ekkert verði gert fyrr en á síðustu stundu. Þá leggur félagið til að sjávarútvegsráðherra til að stofna spretthóp til að útfæra lausnir. 

„Við erum ekki að biðja um fjármuni, einunigs leyfi til að klára vertíðina.“

Þetta kemur fram í ályktun sem félagið hefur sent Svandísi Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra. 

Þurfa um 3.000 tonn til viðbótar

Strandveiðifélagið segir, að til að tryggja veiðar í 48 daga per bát í ár og sómasamleg lok vertíðar 31. ágúst þurfi um það bil 3.000 tonn til viðbótar í strandveiðikvóta.

„Nú þegar eru rúm 70% þorkskvótans komin á land. Svörtust spár gera ráð fyrir að veiðar verði stöðvaðar um miðjan júlí en björtustu spár um 11. ágúst. Því er ljóst að bæta verður verulega í og snör handtök nauðsynleg,“ segir í ályktuninni. 

Til að ná þessu markmiði leggur félagið eftirfarandi fram:

„Ráðherra ætti að úthluta minna af þorski í til skel- og rækjubóta á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september nk. Á yfirstandandi fiskveiðiári varð engin skerðing á rækju- og skelbótum. Í þær bætur fóru alls 1.472 tonn. Það skal taka fram að þessar bætur áttu að vera tímabundin aðgerð, alltaf að skerðast frá ári til árs en það hefur ekki gengið eftir. Ef við miðum við 15% skerðingu fengjust uþb 220 tonn. Í almennan byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár var úthlutað 3.626 tonnum. Áætlað er að um 40% af honum fari til dagróðrabáta sem við leggjum til að ekki verði skertur. Restin verði sett til strandveiða og notað til að tryggja veiðar í júlí/ágúst 2022. Hér gætu fengist rúm 2000 tonn. Nú er komið í ljós að á skiptimarkaði uppsjávarskipa (þorskur fyrir makríl) fékk ríkið um 770 tonn í sinn hlut. Þetta ætti allt að fara í strandveiðar. Samtals gerir þetta uþb 2990 tonn.“

Fimm manna spretthópur fái sex daga til að koma fram með tillögur

Þá leggur félagið til að stofnaður verði sérstakur spretthópur, þ.e. fimm manna hóp frá ráðuneytinu, Strandveiðifélagi Íslands, Landssamdbandi smábátaeigenda og öðrum hagsmunaaðilum til að útfæra lausnir og fá réttar tölur.

Strandveiðifélagið segir að hópurinn eigi að fá sex daga til að koma með tillögur.

„Við erum ekki að biðja um fjármuni, einunigs leyfi til að klára vertíðina. Það er óásættanlegt að ekkert verði gert fyrr en á síðustu stundu. Við hvetjum því ráðuneyti og ráðherra til góðra verka. Hér þarf snör handtök og örugg. Það verður að auka í strandveiðikvóta fyrir 20.júlí sem er síðasti dagur til að segja sig frá strandveiðum. Ef þeir segja sig ekki úr kerfinu fyrir 20.júlí komast þeir ekki á aðrar veiðar strax, heldur eru lokaðir inni í kerfinu til 31.ágúst ár hvert bundnir við bryggju,“ segir stjórnin. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 622,79 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,84 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,99 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 491,09 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.8.22 Jón Kristinn SI-052 Handfæri
Þorskur 410 kg
Ufsi 199 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 616 kg
9.8.22 Ebbi AK-037 Þorskfisknet
Þorskur 9.412 kg
Ýsa 37 kg
Ufsi 20 kg
Gullkarfi 13 kg
Sandkoli 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 9.490 kg
9.8.22 Jökla ST-200 Handfæri
Þorskur 828 kg
Samtals 828 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 622,79 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,84 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,99 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 491,09 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.8.22 Jón Kristinn SI-052 Handfæri
Þorskur 410 kg
Ufsi 199 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 616 kg
9.8.22 Ebbi AK-037 Þorskfisknet
Þorskur 9.412 kg
Ýsa 37 kg
Ufsi 20 kg
Gullkarfi 13 kg
Sandkoli 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 9.490 kg
9.8.22 Jökla ST-200 Handfæri
Þorskur 828 kg
Samtals 828 kg

Skoða allar landanir »