Fer fram á fund með ráðherra vegna stöðvunar veiða

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, vill að þingmenn Norðvesturkjördæmis sitji …
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, vill að þingmenn Norðvesturkjördæmis sitji fund með matvælaráðherra um stöðvun strandveiða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, segir vonbrigði að strandveiðar hafi verið stöðvaðar og hefur farið fram á að þingmenn Norðvesturkjördæmis fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í þeim tilgangi að finna leiðir til að geta komið strandveiðum aftur af stað.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þingflokki Flokks fólksins.

Aldrei hefur verið jafn miklum aflaheimidlum verið ráðstafað í strandveiðar, en þær kláruðust 21. júlí. Strandveiðisjómenn hafa til þessa landað 12.567 tonnum, þar af tæplega 10.982 þúsund tonn af þorski. Á svæði A (Vestfirðir og Snæfellsnes) hefur verið landað tæplega 6.950 tonnum eða 55,3% alls strandveiðiafla, en það er jafnframt mesti afli sem landað hefur verið á svæðinu frá upphafi strandveiða.

„Stöðvun strandveiða svo snemma á veiðitímabilinu veldur miklum vonbrigðum. Hún hefur mikil áhrif á sjávarbyggðir kjördæmisins, sem verða fyrir búsifjum vegna stöðvunarinnar, sem og strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra.  Stöðvun strandveiða hefur mikil áhrif á byggð í Norðvesturkjördæmi. Margar þessara byggða eru brothættar byggðir sem treysta á að strandveiðar verði leyfðar út sumarið,“ segir Eyjólfur í tilkynningu Flokks fólksins.

„Að mínu mati eiga íbúar kjördæmisins - sjávarbyggðanna og strandveiðimenn - það inni hjá okkur þingmönnum  kjördæmisins  að við fundum með ráðherra um málið og reynum í sameiningu að finna lausn á málinu,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »