Fullfermi í jómfrúartúr skipstjóra

Viðar Snær Gunnarsson skipstjóri á Akurey á sínum fyrsta túr …
Viðar Snær Gunnarsson skipstjóri á Akurey á sínum fyrsta túr í skipstjórnarstólnum á Akurey AK-10. Ljósmynd/Aðsend

Viðar Snær Gunnarsson, skipstjóri á Akurey AK-10, var léttur í lund er hann ansaði símanum í brúnni í gær enda hafði tekist að ná fullfermi á fjórum og hálfum sólarhring. Um er að ræða jómfrúartúr Viðars Snæs sem skipstjóra á skipinu og kveðst hann ekki geta kvartað yfir svona góðu fiskeríi í upphafi skipstjórnarferilsins.

Ísfisktogarinn Akurey, sem Brim hf. gerir út, var staddur vestur af Kópanesi á Vestfjörðum á leið til hafnar í Reykjavík með tæp 190 tonn þegar blaðamaður sló á þráðinn.

„Við fórum beint út á Hala í byrjun túrs. Þar var karfi og við tókum tvö höl en þurftum síðan að forðast hann. Við fórum austar í Djúpkrók og svo út á Þverálshorn, þar var fín veiði og við vorum um 12 tíma. Við fikruðum okkur síðan aftur í áttina að Halanum og var bara fínasta veiði bæði í þorski og ufsa, smávegis af karfa. Við þurftum að passa okkur smávegis á karfanum, hann er mjög öflugur þarna. Svo fórum við að grunnslóðinni og nudduðum upp ýsu, enduðum á Nesdýpinu. Við erum bara á leiðinni í land með fullfermi,“ segir Viðar Snær.

Brim hf. gerir Akurey AK-10 út.
Brim hf. gerir Akurey AK-10 út. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Djöfulli gott

Það var áskorun að ná ufsanum segir skipstjórinn. „Ufsinn er erfiður, við náðum að kroppa upp um 34 tonn af ufsa á móti 90 tonnum af þorski, um 40 tonn af karfa og 11 tonn af ýsu.

Þetta er búið að vera fínasta veiði í veðurblíðu,“ segir Viðar Snær. Hann segir alla um borð sátta með aflabrögðin. „Fjórir og hálfur sólarhringur á veiðum og komið fullfermi, það er bara djöfulli gott. [...] Svo er gaman að segja frá því að þetta er jómfrúartúrinn minn sem skipstjóri. Það er helvíti gott.“

Það styttist óðum í nýtt fiskveiðiár en þá mun taka gildi ný úthlutun aflaheimilda á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar. Viðar Snær segir áhyggjuefni að ráðgjöf í karfa hafi minnkað um 20% milli fiskveiðiára og tekur þannig undir sjónarmið kollega síns, Eiríks Jónssonar, skipstjóra á Akurey, en Eiríkur hefur gagnrýnt ráðgjöfina. „Það er karfi um allan sjó. Maður sér það alla leið norður á Hala. Maður er mikið í því að forðast karfann,“ segir Viðar Snær.

Gert er ráð fyrir að Akurey haldi til veiða á ný að lokinni löndun í Reykjavík, líklega föstudagskvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 426,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 505,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 335,73 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 229,75 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,52 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,86 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 984 kg
Samtals 984 kg
30.9.22 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 26.921 kg
Gullkarfi 2.812 kg
Samtals 29.733 kg
30.9.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 1.993 kg
Þorskur 1.140 kg
Gullkarfi 504 kg
Hlýri 468 kg
Keila 93 kg
Grálúða 25 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 4.226 kg
30.9.22 Skinney SF-020 Botnvarpa
Ufsi 26.698 kg
Ýsa 12.802 kg
Þorskur 4.891 kg
Langa 2.872 kg
Gullkarfi 2.551 kg
Lýsa 908 kg
Þykkvalúra sólkoli 200 kg
Steinbítur 132 kg
Hámeri 101 kg
Stórkjafta öfugkjafta 93 kg
Skötuselur 92 kg
Keila 64 kg
Skarkoli 57 kg
Lúða 48 kg
Blálanga 40 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 51.552 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 426,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 505,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 335,73 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 229,75 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,52 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,86 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 984 kg
Samtals 984 kg
30.9.22 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 26.921 kg
Gullkarfi 2.812 kg
Samtals 29.733 kg
30.9.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 1.993 kg
Þorskur 1.140 kg
Gullkarfi 504 kg
Hlýri 468 kg
Keila 93 kg
Grálúða 25 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 4.226 kg
30.9.22 Skinney SF-020 Botnvarpa
Ufsi 26.698 kg
Ýsa 12.802 kg
Þorskur 4.891 kg
Langa 2.872 kg
Gullkarfi 2.551 kg
Lýsa 908 kg
Þykkvalúra sólkoli 200 kg
Steinbítur 132 kg
Hámeri 101 kg
Stórkjafta öfugkjafta 93 kg
Skötuselur 92 kg
Keila 64 kg
Skarkoli 57 kg
Lúða 48 kg
Blálanga 40 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 51.552 kg

Skoða allar landanir »