Líklega stærsta hol makrílvertíðarinnar

jörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Vilhelm Þorsteinssyni. Hann segir …
jörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Vilhelm Þorsteinssyni. Hann segir ómögulegt að spá fyrir hvernig makrílvertíðin mun þróast. Ljósmynd/Samherji

Veiðin hefur gengið vel hjá áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar EA-11, uppsjávarskipi Samherja, og tókst þeim að ná 660 tonnum af makríl í einu holi á dögunum. Er það líklega það stærsta á vertíðinni.

Landað var í Færeyjum á sunnudag og síðan um kvöldið haldið á miðin norður af Jan Mayen, siglingin var um 600 sjómílur og er skipið nú á leið til hafnar í Neskaupstað með 1.580 tonn.

Siglingaleiðin er löng.
Siglingaleiðin er löng. Ljósmynd/Samherji

„Fyrsta holið skilaði okkur um 260 tonnum eftir að hafa dregið í fjóra tíma. Við köstuðum þrisvar sinnum, auk þess sem dælt var yfir til okkar einu holi úr Beiti NK. Þetta er ágætis fiskur eða um 480 grömm. Síðasta holið var mjög stórt, 660 tonn. Samtals vorum við nítján klukkustundir á veiðum í þessum túr. Allur búnaður í skipinu er öflugur og vel gekk að dæla hráefninu í tankana og kæla, þannig að það haldist sem best til vinnslu,“ segir Hjörtur Valsson, skipstjóri Vilhelms Þorsteinssonar, í færslu á vef Samherja.

Hann segir veiðina hafa verið ágæta síðasta hálfa mánuðinn en ómögulegt að spá hvernig vertíðin mun þróast. „Makríllinn er á hraðferð norður, færir sig um 30 til 50 mílur á sólarhring. Miðin eru austan við Jan Mayen, norðan við 72. gráðu, þannig að siglingin á miðin lengist í raun með hverjum deginum sem líður. Ég held að flotinn hafi aldrei áður sótt svona norðarlega. Þetta þýðir að megnið af túrunum fer í að sigla fram og til baka en á móti kemur að veiðin er nokkuð góð, svo og hráefnið.“

Aflanum dælt um borð.
Aflanum dælt um borð. Ljósmynd/Samherji

Unnið alla verslunarmannahelgina

„Það er blíða þessa stundina og sléttur sjór en ég býst við mótvindi á leiðinni. Siglingin til Neskaupstaðar er um 550 sjómílur og við löndum á föstudaginn, sem þýðir að það verður unnið alla verslunarmannahelgina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Mér skilst að það taki hátt í tvo sólarhringa að vinna hráefnið sem við komum með,“ segir Hjörtur.

„Það er alltaf gaman þegar vel gengur eins og núna. Siglingin á miðin er löng og þá er líka eins gott að flotinn sé öflugur, vel búinn og skili góðu hráefni. Olíukostnaðurinn hefur hækkað mikið og þá kemur sér vel að hafa skip sem nýtir afl vélanna sem best. Við erum átta í áhöfn, allt saman hörku karlar. Skipið er frábært og við erum að landa góðu hráefni. Á vertíð eins og þessari er ekkert verið að spá í verslunarmannahelgina, við höldum á miðin strax að lokinni löndun.“

Vilhelm Þorsteinnson EA-11.
Vilhelm Þorsteinnson EA-11. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.8.22 285,00 kr/kg
Þorskur, slægður 8.8.22 576,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.8.22 530,71 kr/kg
Ýsa, slægð 8.8.22 504,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.8.22 202,31 kr/kg
Ufsi, slægður 8.8.22 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 8.8.22 290,39 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.8.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Hlýri 108 kg
Þorskur 107 kg
Keila 28 kg
Gullkarfi 20 kg
Grálúða 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 271 kg
8.8.22 Ásdís ÓF-009 Handfæri
Þorskur 871 kg
Samtals 871 kg
8.8.22 Hafsvala BA-252 Grásleppunet
Grásleppa 2.945 kg
Samtals 2.945 kg
8.8.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 9.696 kg
Ýsa 2.158 kg
Langa 1.312 kg
Keila 452 kg
Ufsi 389 kg
Steinbítur 383 kg
Hlýri 161 kg
Gullkarfi 119 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 14.683 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.8.22 285,00 kr/kg
Þorskur, slægður 8.8.22 576,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.8.22 530,71 kr/kg
Ýsa, slægð 8.8.22 504,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.8.22 202,31 kr/kg
Ufsi, slægður 8.8.22 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 8.8.22 290,39 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.8.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Hlýri 108 kg
Þorskur 107 kg
Keila 28 kg
Gullkarfi 20 kg
Grálúða 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 271 kg
8.8.22 Ásdís ÓF-009 Handfæri
Þorskur 871 kg
Samtals 871 kg
8.8.22 Hafsvala BA-252 Grásleppunet
Grásleppa 2.945 kg
Samtals 2.945 kg
8.8.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 9.696 kg
Ýsa 2.158 kg
Langa 1.312 kg
Keila 452 kg
Ufsi 389 kg
Steinbítur 383 kg
Hlýri 161 kg
Gullkarfi 119 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 14.683 kg

Skoða allar landanir »