Geta tekið bátana inn í hús í heilu lagi

Gunnar Óli Sigurðsson segir að innlendir kaupendur hafi áttað sig …
Gunnar Óli Sigurðsson segir að innlendir kaupendur hafi áttað sig á að þótt finna megi ódýrara vinnuafl erlendis, spari það mönnum tíma og að auðveldara sé að fá hlutnum breytt ef eitthvað kemur upp á ef smíðavinnan er keypt innanlands. mbl.is/Hákon

Það er enginn hörgull á verkefnum hjá Stálorku í Hafnarfirði og ár frá ári stækkar starfsmannahópurinn jafnt og þétt.

Tveir athafnasamir ungir menn frá Ísafirði; þeir Páll Harðarson og Benedikt Jónsson, stofnuðu fyrirtækið árið 1985 en áður höfðu þeir unnið saman hjá Stálvík í Garðabæ. Fyrstu árin var Stálorka til húsa í Skútahrauni í Hafnarfirði en árið 1997 fluttist reksturinn yfir á Hvaleyrarbraut. Árið 2020 flutti fyrirtækið í enn stærra húsnæði á Óseyrarbraut og er þar svo hátt til lofts og vítt til veggja að taka má allt að 25 metra langa báta inn í hús til viðgerðar.

Verkefni Stálorku snúast einkum um að þjónusta sjávarútveginn en fyrirtækið tekur einnig að sér sérsmíði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og á m.a. heiðurinn að handriðum á Bessastöðum og innréttingum tískuverslana, en hefur einnig smíðað búnað fyrir fyrirtæki í stóriðju.

Vinnuaðstaðan er góð og húsnæði Stálorku rúmar bátana í heilu …
Vinnuaðstaðan er góð og húsnæði Stálorku rúmar bátana í heilu lagi. mbl.is/Hákon

„Benedikt rak Stálorku til ársins 2017 en þá var félagið selt til Trefja og var þá þegar mikið samstarf á milli félaganna og Stálorka m.a. fengin til að smíða inn í báta frá Trefjum,“ segir Gunnar Óli Sigurðsson en hann kom inn í hluthafahóp Stálorku árið 2020 og gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Síðan þá hefur félagið vaxið úr 10 mönnum í 35. Þegar bátar koma í slipp eða frágang hjá Stálorku er þar allt til alls og hefur fyrirtækið m.a. á að skipa rafvirkja, vélvirkja, stálsmiðum og plastara sem gert getur við skemmdir í trefjaplasti, og á fyrirtækið meira að segja prentara til að setja merkingar á bátana. Stálorka rekur bátalyftu sem ræður við allt að 75 tonn, en lyftan er í eigu Trefja.

Hjá Stálorku er það t.d. daglegt brauð að skipta um vélar í bátum. „Um áramótin keypti Stálorka Stýrivélaþjónustuna sem er rótgróið hafnfirskt félag, til húsa í Stapahrauni og sérhæfir sig í viðgerðum á stýrivélum báta og hjálpar okkur að bæta þjónustuna enn frekar,“ segir Gunnar Óli.

Auk þess að þjónusta sjávarútveginn sinnir Stálorka alls konar sérsmíðaverkefnum …
Auk þess að þjónusta sjávarútveginn sinnir Stálorka alls konar sérsmíðaverkefnum fyrir heimili og vinnustaði. mbl.is/Hákon

Sérsmíði hefur marga kosti

Gaman er að skoða myndamöppuna á Facebook-síðu Stálorku en starfsmennirnir eru duglegir að ljósmynda verk sín og sýna gott handbragðið. Er fátt sem Stálorka getur ekki smíðað og er Gunnar Óli sjálfur iðinn við að nota þrívíddarteiknibúnað til að hanna þau stykki sem viðskiptavinurinn þarf en áður en hann færði sig yfir til Stálorku vann hann í sautján ár hjá verkfræðistofunni Mannviti.

Nokkur fyrirtæki, hringinn í kringum landið, taka að sér viðgerðir á minni bátum og segir Gunnar Óli að fyrir fley í þessum stærðarflokki svari ekki kostnaði að leita út fyrir landsteinana með viðgerðirnar. Þá sinna einnig nokkur fyrirtæki sérsmíði úr stáli og öðrum málmum.

Starfsmenn gáfu sér tíma til að líta upp frá verkum …
Starfsmenn gáfu sér tíma til að líta upp frá verkum sínum fyrir ljósmyndara. mbl.is/Hákon

Gunnar Óli segir að innlendir kaupendur hafi áttað sig á að þótt finna megi ódýrara vinnuafl erlendis, spari það mönnum tíma og að auðveldara sé að fá hlutnum breytt ef eitthvað kemur upp á ef smíðavinnan er keypt innanlands. „Við getum ekki keppt við innflutta dótið ef það nægir viðskiptavininum að fá staðlaða vöru. En ef viðskiptavinurinn vill t.d. kaupa landgang fyrir bátinn sem er breiðari eða lengri en gengur og gerist eða þarf að fá landganginn strax í næstu viku, þá erum við til taks og það þarf ekki að bíða í þrjá til fjóra mánuði eftir að varan komi til Íslands með gámaskipi.“

Vatnsskurðarvél bætist við vopnabúrið

Stálkora heldur áfram að efla framleiðslugetuna og bæta þjónustuna og eignaðist fyrirtækið á dögunum vatnsskurðarvél af fullkomnustu gerð. Bindur Gunnar Óli miklar vonir við tækið. Vatnsskurðarvélin sker hvort heldur sem er ál, stál, plast, stein eða flísar og raunar flest það sem viðskiptavinurinn gæti mögulega þurft að láta skera.

„Skurðurinn er mjög sléttur og flottur og vinnur tækið af mikilli nákvæmni. Stilla má skurðinn eftir fimm ásum, sem þýðir að við getum t.d. staðsett spíssinn þannig að við fáum hallandi sár í það sem skorið er. Skurðarborðið er mjög stórt eða 3,4 sinnum 1,8 metrar og hægt að færa sjálfan skerann allt að 500 mm. upp á við,“ útskýrir Gunnar Óli. „Með þessu tæki gjörbreytist vinnuaðstaðan hjá okkur og um leið má vænta þess að tæknin verði vinnusparandi og geri okkur kleift að nýta starfsmenn okkar betur.“

Vatnsskurðarvélin hreyfist eftir fimm ásum og er skurðurinn mjög fínn.
Vatnsskurðarvélin hreyfist eftir fimm ásum og er skurðurinn mjög fínn. mbl.is/Hákon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.8.22 564,80 kr/kg
Þorskur, slægður 5.8.22 494,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.8.22 527,47 kr/kg
Ýsa, slægð 5.8.22 50,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.8.22 248,08 kr/kg
Ufsi, slægður 5.8.22 275,95 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 5.8.22 433,86 kr/kg
Litli karfi 2.8.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.22 Elín ÞH-082 Handfæri
Þorskur 2.400 kg
Ufsi 469 kg
Gullkarfi 43 kg
Samtals 2.912 kg
7.8.22 Óli Óla EA-077 Handfæri
Ufsi 792 kg
Samtals 792 kg
7.8.22 Fanney EA-082 Handfæri
Ufsi 140 kg
Samtals 140 kg
7.8.22 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Ufsi 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
7.8.22 Hafaldan EA-190 Handfæri
Ufsi 968 kg
Þorskur 52 kg
Samtals 1.020 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.8.22 564,80 kr/kg
Þorskur, slægður 5.8.22 494,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.8.22 527,47 kr/kg
Ýsa, slægð 5.8.22 50,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.8.22 248,08 kr/kg
Ufsi, slægður 5.8.22 275,95 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 5.8.22 433,86 kr/kg
Litli karfi 2.8.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.22 Elín ÞH-082 Handfæri
Þorskur 2.400 kg
Ufsi 469 kg
Gullkarfi 43 kg
Samtals 2.912 kg
7.8.22 Óli Óla EA-077 Handfæri
Ufsi 792 kg
Samtals 792 kg
7.8.22 Fanney EA-082 Handfæri
Ufsi 140 kg
Samtals 140 kg
7.8.22 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Ufsi 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
7.8.22 Hafaldan EA-190 Handfæri
Ufsi 968 kg
Þorskur 52 kg
Samtals 1.020 kg

Skoða allar landanir »