Hafa borið 20 þúsund tonn að landi

Landað úr Beiti NK í Neskaupstað.
Landað úr Beiti NK í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Makrílvertíðin gengur vel að sögn Tómasar Kárasonar, skipstjóra á Beiti NK, og kom skipið til hafnar í Neskaupstað í gær með 1.900 tonna afla sem veiddist í Smugunni, en þau fimm skip sem eru í samstarfi um veiðarnar og landa hjá Síldarvinnslunni borið að landi 20 þúsund tonn það sem af er vertíð.

„Við byrjuðum á að setja eitt 350 tonna hol í Vilhelm Þorsteinsson en síðan veiddum við sjálfir í okkur að mestu. Tókum að vísu eitt 250 tonna hol frá Barða. Holin hjá okkur voru sjö talsins og í reyndinni var aflinn þokkalegur. Stærsta holið var 550 tonn. Það er töluvert af síld á svæðinu og aflinn er síldarblandaður. Í einu holinu var til dæmis 40% síld. Annars er allt gott að frétta og vertíðin gengur bara vel. Nú erum við að vinna svolítið í trollinu en það verður haldið út á ný strax að löndun lokinni,“ segir Tómas í færslu á vef Síldarvinnslunnar, sem gerir Beiti út.

Makrílaflinn hefur borist að landi jafnt og þétt að undanförnu og kom Barði NK til hafnar í Neskaupstað í morgun með 1.200 tonn. Auk Barða og Beiti taka þátt í veiðisamstarfinu skipin Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Vilhelm Þorsteinsson EA. Skipin eiga eftir um 15 þúsund tonna makrílkvóta.

Aflinn í Smugunni hefur að undanförnu verið síldarblandaður og segir í færslunni að veiðisvæðið hafi verið að verið að færast fjær landinu. Skipin séu að veiðum rúmlega 600 mílur frá Norðfjarðarhorni eða austan við Jan Mayen.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.8.22 564,80 kr/kg
Þorskur, slægður 5.8.22 494,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.8.22 527,47 kr/kg
Ýsa, slægð 5.8.22 50,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.8.22 248,08 kr/kg
Ufsi, slægður 5.8.22 275,95 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 5.8.22 433,86 kr/kg
Litli karfi 2.8.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.22 Elín ÞH-082 Handfæri
Þorskur 2.400 kg
Ufsi 469 kg
Gullkarfi 43 kg
Samtals 2.912 kg
7.8.22 Óli Óla EA-077 Handfæri
Ufsi 792 kg
Samtals 792 kg
7.8.22 Fanney EA-082 Handfæri
Ufsi 140 kg
Samtals 140 kg
7.8.22 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Ufsi 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
7.8.22 Hafaldan EA-190 Handfæri
Ufsi 968 kg
Þorskur 52 kg
Samtals 1.020 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.8.22 564,80 kr/kg
Þorskur, slægður 5.8.22 494,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.8.22 527,47 kr/kg
Ýsa, slægð 5.8.22 50,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.8.22 248,08 kr/kg
Ufsi, slægður 5.8.22 275,95 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 5.8.22 433,86 kr/kg
Litli karfi 2.8.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.22 Elín ÞH-082 Handfæri
Þorskur 2.400 kg
Ufsi 469 kg
Gullkarfi 43 kg
Samtals 2.912 kg
7.8.22 Óli Óla EA-077 Handfæri
Ufsi 792 kg
Samtals 792 kg
7.8.22 Fanney EA-082 Handfæri
Ufsi 140 kg
Samtals 140 kg
7.8.22 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Ufsi 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
7.8.22 Hafaldan EA-190 Handfæri
Ufsi 968 kg
Þorskur 52 kg
Samtals 1.020 kg

Skoða allar landanir »