Frosti kátur langt frá „geðveikinni í Reykjavík“

Frosti Logason byrjaði á sjó fyrir rúmri viku og kveðst …
Frosti Logason byrjaði á sjó fyrir rúmri viku og kveðst hafa dreymt um það lengi að fá tækifæri til þess. Ljósmynd/Aðsend

Frosti Logason, einna mest þekktur fyrir störf sín sem dagskrárgerðarmaður, hefur leitað á ný mið og kveðst hafa látið gamlan draum rætast og gerst sjómaður á línubátnum Vésteini GK. Hann fór í fyrsta túrinn um síðastliðna verslunarmannahelgi og kveðst hæst ánægður með starfið og samstarfsfélaga sína. Hann segist hafa borðað kjöt um borð í fyrsta sinn í tíu ár og að áhöfnin sé öll „grjótharðir femínistar“.

„Það viðrar vel til veiða,“ segir Frosti er blaðamaður nær tali af honum. Hann er um borð í Vésteini frá Grindavík sem staddur er skammt frá miðunum austur af Héraðsflóa á Austfjörðum. Fyrsti túrinn hófst 31. júlí og hefur verið landað fjórum sinnum síðan þá, öll skiptin á Stöðvarfirði.

„Ég á ekki til orð hvað þessi áhöfn eru miklir harðjaxlar. Ég hef kynnst allskonar fólki í gegnum tíðina, en þetta er þeir allra, allra hörðustu,“ segir Frosti um starfsfélagana um borð og hlær.

Í mars var Frosti sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína andlegu ofbeldi. Gekkst hann við því og baðst afsökunar, en í kjölfarið var sagt frá því að Frosti væri kominn í ótímabundið leyfi frá störfum hjá Sýn hf.

Mesta harkan á línuveiðum

Spurður hvað hafi fengið hann til að fara á sjó svarar Frosti:

„Þetta er nú eiginlega búið að standa til í allt sumar. Ég var búinn að vera í löngu fæðingarorlofi og margir sem töldu að ég hefði verið orðinn atvinnulaus, fékk fullt af símtölum. Það var einn stýrimaður í Vestmannaeyjum sem hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að prófa að fara á sjó. Þá bara kviknaði á perunni. Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera í mörg ár, en ég hef einhvern veginn aldrei haft tíma eða ekki hentað að fara á sjóinn. Þetta gekk ekki upp því ég fékk ekki barnapössun svo ég kæmist til Eyja.“

Þetta hafi þó ekki haldið aftur af honum og lagði Frosti sig allan fram við að komast á sjó.

„Ég fékk þessa bakteríu og fann að mig langaði rosalega að gera þetta. Þannig að ég tók upp tólið og hringdi út um allt. Einn félagi minn sem er vanur útgerðarmaður sagði að það væri langbest að byrja í alvöru línusjómennsku, það væri mesta harkan þar og ef ég gæti það gæti ég allt. Þeir á Vésteini GK voru svo góðir að vilja gefa mér séns og fékk að taka þetta úthald núna í ágúst.“

Vésteinn GK-88.
Vésteinn GK-88. Ljósmynd/Sæmundur Þórðarson

Núvitund lengst úti á ballarhafi

„Það er lítið sem ekkert sofið – bara á inn- og útstíminu. Á línuveiðum er maður standandi allan tímann. Maður er tíu tíma að draga línuna inn og einhverja þrjá tíma að henda henni út. Ég hef verið hérna á beitningavélinni þegar við erum að leggja og svo mest megnis að blóðga fiskinn þegar við erum að taka þetta inn. Það er ekkert stoppað,“ segir Frosti um starfið.

Erfiðisvinna hefur þó ekki verið til þess fallinn að minnka áhugann á sjómennskunni. „Þetta er búin að vera svakaleg vinna en á mjög vel við mig. Ég elska að vera langt í burtu frá öllu og geðveikinni í Reykjavík, bara í einhverri núvitund lengst úti á ballarhafi. Ég er líka mjög þakklátur fyrir að vera í þeim hópi sem ekki fær neina sjóveiki. Við erum búnir að vera í smá öldugangi og það hefur ekki komið vottur af sjóveiki hjá mér. Að því leiti held ég að þetta henti mér mjög vel líka.“

Um borð Vésteini eru þeir Theódór Ríkharðsson, skipstjóri, Thorberg Einarsson stýrimaður og vélstjórinn Mikael Tamar. Vart er hægt að finna betri áhöfn, að sögn Frosta háseta. „Ég trúi því ekki að það séu til mikið harðari sjómenn í íslenska fiskveiðiflotanum. Þeir eru búnir að vera á sjó í áraraðir og geta líklega gert þetta allt blindir heyrnarlausir og mállausir, en eru í staðinn að reita af sér brandara allan sólarhringinn. Ég hef ekki hlegið jafn mikið í mörg ár, þetta er búið að vera svo skemmtilegt.“

„Okkur kemur einstaklega vel saman, sér í lagi vegna þess að við erum allir grjótharðir femínistar sem viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að brjóta feðraveldið á bak aftur,“ segir hann léttur í bragði.

Frosti með áhöfninni á Vésteini. F.v. Frosti, Mikael Tamar, Thorberg …
Frosti með áhöfninni á Vésteini. F.v. Frosti, Mikael Tamar, Thorberg Einarsson og Theódór Ríkharðsson. Ljósmynd/Aðsend

Tíu ára kjötbindindi lokið

Það eru fjölmargar áskoranir um borð að sögn Frosta sem kveðst hafa ákveðið í fyrsta sinn í mörg ár að gera engar kröfur um það sem borið er á borð.

„Ég tók upp á því fyrir tíu árum að verða dýraverndunarsinni og hef ekki borðað kjöt, en ég ákvað að vera ekki með neitt vesen og hugsaði um leið og ég var bókaður í þetta úthald að vera ekkert að minnast á það. Fyrir vikið er ég ekki búinn að gera annað en að borða lamb, svín , folaldakjöt og ég veit ekki hvað. Þetta hefur haft mikil áhrif á líf mitt og ég held að kjötbindindi mínu sé bara lokið að sinni.“

„Það er fínt að borða þetta kjöt. Skipstjórinn er alveg frábær kokkur. Hann hefur verið að elda hverja hátíðarmáltíðina á fætur annarri, þannig að það væsir ekki um hásetann á Vésteini GK,“ segir Frosti.

„Sjómennskan er engu líkt,“ fullyrðir Frosti og segir ákaft frá því sem gerst hefur á þessari rúmri fyrstu viku á sjó. „Á fyrstu tveimur túrunum fengum við risastóra beinhákarla í línuna. Voru báðir vel yfir tonn og vorum að brasa við að losa þá og það tókst vel í bæði skiptin.“

Hásetinn Frosti segist ekki hafa hlegið jafn mikið og hann …
Hásetinn Frosti segist ekki hafa hlegið jafn mikið og hann gerir um borð í mörg ár. Ljósmynd/Aðsend

Aukin virðing fyrir starfinu

„Ég hef alltaf borið virðingu fyrir sjómannastéttinni og þessu starfi, en virðing mín hefur rokið upp um þúsund prósentustig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þessu núna,“ útskýrir Frosti er hann er spurður hvort viðhorf hans til stéttarinnar hafi breyst. „Mér finnst svo magnað hvernig sjómenn fórna sjálfum sér til að draga björg í bú fyrir fjölskyldur sínar, útgerðina og svo sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið sjálft. Fólk getur ekki ímyndað sér hvað þeir leggja á sig.“

Þrátt fyrir álag sjómennskunnar virðist fátt bíta á Frosta sem hefur mikið verið ber að ofan. Verður þér ekkert kalt? „Nei. Ég er ber að ofan núna þegar ég er að tala við þig. Ég er heitfengur að eðlisfari og svo er mikill hamagangur um borð. Ég hef verið mikið á bumbunni. Það er búið að vera mjög gott veður, kom reyndar smá kaldi í gær, en að öðru leiti er þetta bara búið að vera algjör paradís.“

En er sjómennska eitthvað sem dagskrárgerðarmaðurinn sér fyrir sér að gera oftar? „Ég ætla alla vega að byrja að gefa kost á mér sem afleysingamaður eins mikið og það verður í boði. Þetta er eitthvað sem ég get vel hugsað mér.“

Frosti kveðst oft verða heitt og sinnir störfum sínum ber …
Frosti kveðst oft verða heitt og sinnir störfum sínum ber að ofan. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 3.10.22 523,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.22 481,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.22 381,54 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.22 380,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.22 258,77 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.22 282,83 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 3.10.22 327,18 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.054 kg
Ýsa 6.590 kg
Steinbítur 254 kg
Gullkarfi 112 kg
Langa 67 kg
Keila 16 kg
Samtals 14.093 kg
3.10.22 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 4.258 kg
Ýsa 674 kg
Gullkarfi 20 kg
Keila 8 kg
Samtals 4.960 kg
3.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 6.835 kg
Þorskur 2.366 kg
Ýsa 608 kg
Sandkoli norðursvæði 172 kg
Steinbítur 167 kg
Samtals 10.148 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 3.10.22 523,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.22 481,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.22 381,54 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.22 380,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.22 258,77 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.22 282,83 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 3.10.22 327,18 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.054 kg
Ýsa 6.590 kg
Steinbítur 254 kg
Gullkarfi 112 kg
Langa 67 kg
Keila 16 kg
Samtals 14.093 kg
3.10.22 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 4.258 kg
Ýsa 674 kg
Gullkarfi 20 kg
Keila 8 kg
Samtals 4.960 kg
3.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 6.835 kg
Þorskur 2.366 kg
Ýsa 608 kg
Sandkoli norðursvæði 172 kg
Steinbítur 167 kg
Samtals 10.148 kg

Skoða allar landanir »