Segir Íslendinga stefna að „makrílkrísu“

Barði NK á makrílveiðum. Töluvert er eftir af makrílkvóta íslensku …
Barði NK á makrílveiðum. Töluvert er eftir af makrílkvóta íslensku uppsjávarskipanna. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Alls eiga íslensku uppsjávarskipin eftir að veiða rúmlega 86 þúsund tonn eða tæplega 60% af þeim makrílkvóta sem þau hafa vegna vertíðarinnar. Uppi eru áhyggjur um það hvort hægt verði að ná öllum þeim afla sem eftir stendur fyrir lok vertíðar, en íslensku skipin hafa þó út árið að veiða makrílkvóta sinn.

Sífellt minna hefur fundist af makríl í íslenskri lögsögu og vegna skorts á samkomulagi milli strandríkjanna um tilhögun veiðanna þurfa íslensku skipin að stunda sínar veiðar utan lögsögu annarra ríkja. Makrílveiðarnar hafa því aðallega farið fram í Smugunni en siglingin þangað af Austfjörðum, þar sem töluverð vinnsla makríls fer fram, er um 600 sjómílur.

Norska sjávarútvegsblaðið, Fiskeribladet, segir Íslendinga stefna að „makrílkrísu“ vegna stöðu veiðanna. Norðmenn hafa beitt því sem rök gegn kröfu Íslendinga um 16,5% hlutdeild í veiðunum að íslensk skip hafa ekki náð að veiða þann afla sem gert er tilkall til.

Á síðasta ári náðist ekki að veiða allan þann makríl sem heimild var fyrir og fengu útgerðir að færa allt að 15% heimildanna milli ára, en við það féllu 10 þúsund tonn niður. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi báðu um heimild til flutnings á 30% heimilda milli ára.

Systurskipin með aflamest

Systurskipin Börkur NK, sem Síldarvinnslan gerir út, og Vilhelm Þorsteinsson EA, sem gert er út af Samherja, hafa landað mestum makrílafla það sem af er makrílvertíð eða 10.577 tonn. Skipin tvö taka þó þátt í samstarfi fimm skipa ásamt Bjarna Ólafssyni AK, Beitis NK og Barða NK, en Síldarvinnslan gerir út þau skip.

Beitir og Barði NK hafa borið að landi þriðja og fjórða mesta makrílafla að landi og hafa skipin fimm sem taka þátt í samstarfinu alls landað 22.352 tonnum af makríl sem er rúmlega þriðjungur alls landaðs makrílafla.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.22 438,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.22 580,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.22 333,98 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.22 222,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.22 212,59 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.22 235,95 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.22 299,32 kr/kg
Litli karfi 21.9.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.22 Elli P SU-206 Línutrekt
Þorskur 1.994 kg
Ýsa 1.331 kg
Keila 36 kg
Samtals 3.361 kg
24.9.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Skarkoli 543 kg
Ýsa 373 kg
Þorskur 343 kg
Sandkoli 183 kg
Steinbítur 45 kg
Samtals 1.487 kg
24.9.22 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.866 kg
Ufsi 210 kg
Ýsa 125 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 81 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 2.450 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.22 438,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.22 580,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.22 333,98 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.22 222,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.22 212,59 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.22 235,95 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.22 299,32 kr/kg
Litli karfi 21.9.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.22 Elli P SU-206 Línutrekt
Þorskur 1.994 kg
Ýsa 1.331 kg
Keila 36 kg
Samtals 3.361 kg
24.9.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Skarkoli 543 kg
Ýsa 373 kg
Þorskur 343 kg
Sandkoli 183 kg
Steinbítur 45 kg
Samtals 1.487 kg
24.9.22 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.866 kg
Ufsi 210 kg
Ýsa 125 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 81 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 2.450 kg

Skoða allar landanir »