„Það gekk þokkalega að fá þorskinn“

Gullver NS landaði 90 tonnum á Seyðisfirði.
Gullver NS landaði 90 tonnum á Seyðisfirði. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til hafnar á Seyðisfirði með 90 tonna afla að lokinni fyrstu veiðiferð eftir verslunarmannahelgi. Aflinn er blanadður en mest af þorski og nokkuð af karfa, auk ýsu og ufsa.

„Hann gekk svona sæmilega. Við reyndum við ufsa en eins og oft áður gekk það ekki vel. Þá gaf karfinn sig ekki heldur. Ýsu er hins vegar víða hægt að fá og það gekk þokkalega að fá þorskinn,“ segir Steinþór Hálfdanarson, skipstjóri á Gullver, um túrinn í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Við fórum allvíða í túrnum. Vorum um tíma á Lónsdýpi og síðan á Stokksnesgrunni, Papagrunni og í Berufjarðarál. Þorskinn tókum við síðan utan Fótar. Veður var þokkalegt allan túrinn; suðvestan golukaldi lengst af. Þessi túr var fimm dagar höfn í höfn og ég held að menn verði bara að vera sæmilega sáttir með hann,“ segir Steinþór.

Sumarfri hefur verið hjá starfsfólki fyrstihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist á ný þann 17. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Mars BA 74 Handfæri
Þorskur 829 kg
Samtals 829 kg
24.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 1.213 kg
Þorskur 68 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.340 kg
24.4.24 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.543 kg
Ufsi 33 kg
Samtals 2.576 kg
24.4.24 Gullmoli NS 37 Grásleppunet
Grásleppa 1.716 kg
Þorskur 157 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.877 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Mars BA 74 Handfæri
Þorskur 829 kg
Samtals 829 kg
24.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 1.213 kg
Þorskur 68 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.340 kg
24.4.24 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.543 kg
Ufsi 33 kg
Samtals 2.576 kg
24.4.24 Gullmoli NS 37 Grásleppunet
Grásleppa 1.716 kg
Þorskur 157 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.877 kg

Skoða allar landanir »