Nýjar reglur ná til RIB-bátanna

RIB-bátar hafa verið vinsælir meðal ferðamanna en nokkur alvarleg slys …
RIB-bátar hafa verið vinsælir meðal ferðamanna en nokkur alvarleg slys hafa orðið á farþegum. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Ný reglugerð um smíði, hönnun og búnað skipa með mestu lengd allt að 15 metrum hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar,“ segir í svari innviðaráðuneytisins við spurningu blaðamanns um hvaða vinna hafi farið fram í ráðuneytinu í tengslum við mótun regluverks um siglingar RIB-báta frá því að bættar öryggisreglur voru boðaðar árið 2018.

Tilefni fyrirspurnarinnar var áminning um þörf á bættu regluverki í atvikaskýrslu rannsóknanefndar samgönguslysa vegna slys um borðí bát af þessum toga þar sem farþegi fékk samfallsbrot á hrygg. Benti nefndin á fyrri ábendingar um þörf á bættum öryggisreglum og vísaði til „tíðra slysa“.

Var fjallað um málið 31. maí og fyrirspurn send á innviðaráðuneytið 1. júní, en reglugerðardrögin sem ráðuneytið bendir á í svari sínu voru ekki birt í samráðsgátt fyrr en 7. júní.

„Öryggi er forgangsatriði í stefnumörkun og öllu regluverki um samgöngur. Ráðuneytið tekur því undir sjónarmið rannsóknarnefndarinnar. Áfram verður lögð höfuðáhersla á að tryggja öryggi í siglingum með regluverki á hverjum tíma, þ.m.t. farþega í bátum af þessu tagi. [...] Meðal nýmæla í nýju reglugerðinni eru viðbótarkröfur fyrir háhraðafarþegabáta (RIB-báta) og eru þær í viðauka VI. Þessar reglur eru lagðar til m.a. í ljósi ályktana rannsóknarnefndar samgönguslysa,“ segir í svarinu.

Níu farþegar á áratug

Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur rætt um „tíð slys“. Innviðaráðuneyið upplýsir að alls hafi nefndinni verið tilkynnti um níu slys á farþegum RIB báta frá árinu 2012

Spurt var meðal annars hvers vegna ekki hefðu verið gerðar breytingar á regluverkinu á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því að ráðuneytið hét því að móta nýjar kröfur.

„Þegar hafist var handa við að endurskoða regluverk um skip var byrjað á endurskoðun heildarlaga sem gilda um skip. Ný skipalög (nr. 66/2021) tóku gildi 1. júlí 2021. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Í framhaldinu var unnið að endurskoðun reglna um smíði, hönnun og búnað skipa með mestu lengd allt að 15 metrum sem nú hefur verið kynnt á samráðsgátt, eins og fyrr segir, með reglum sem innihalda reglur um RIB-báta,“ segir í svarinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,16 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 38 kg
Rauðmagi 3 kg
Steinbítur 3 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.731 kg
19.4.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 3.982 kg
Steinbítur 1.328 kg
Þorskur 123 kg
Sandkoli 86 kg
Grásleppa 43 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 5.579 kg
19.4.24 Siggi Bjartar ÍS 50 Grásleppunet
Grásleppa 3.507 kg
Þorskur 79 kg
Rauðmagi 41 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 3.638 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,16 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 38 kg
Rauðmagi 3 kg
Steinbítur 3 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.731 kg
19.4.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 3.982 kg
Steinbítur 1.328 kg
Þorskur 123 kg
Sandkoli 86 kg
Grásleppa 43 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 5.579 kg
19.4.24 Siggi Bjartar ÍS 50 Grásleppunet
Grásleppa 3.507 kg
Þorskur 79 kg
Rauðmagi 41 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 3.638 kg

Skoða allar landanir »