Mokveiði á makríl sem stefnir í átt að Íslandi

Á makrílmiðunum í Smugunni.
Á makrílmiðunum í Smugunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Gangur makrílveiðanna hefur bæst til muna og er nú mjög góð veiði við hina svokölluðu íslensku línu í Smugunni, það er að segja við mörkin að íslensku efnahagslögsögunni. Þar eru nú fleiri íslensk skip ásamt færeyskum, grænlenskum og rússneskum uppsjávarskipum.

Á vef MarineTraffic sést vel hvernig hópur skipa veiða nú af miklu kappi á þessu svæði. Þetta er einnig merkilegt fyrir þær sakir að til þessa hefur þurft að sigla ríflega 600 mílur frá landi til að ná makrílnum, en nú er hann aðeins í um 200 sjómílna fjarlægð.

Um er að ræða töluverðan viðsnúning í veiðunum en hingað til hafa þær gengið heldur illa.

Ólafur Gunnar Guðnason, stýrimaður á Berki NK, fullyrðir í færslu á vef Síldarvinnslunnar að mokveiði sé á svæðinu um þessar mundir. Þar segir jafnframt að fiskurinn sé „stór og fallegur“ og að hann gangi hratt í átt að íslensku lögsögunni. Börkur NK er á landleið til Neskaupstaðar með um 1.600 tonn.

Fjöldi skipa eru nú á makrílveiðum við íslensku línuna í …
Fjöldi skipa eru nú á makrílveiðum við íslensku línuna í Smugunni. Skjáskot/MarineTraffic

„Það er mokveiði núna um það bil 240 mílur frá landi. Þegar við kláruðum okkar síðasta hol átti fiskurinn einungis 13 mílur eftir að íslensku línunni en hann fer 3-4 mílur á klukkustund. Í síðasta holinu fengum við 310 tonn eftir að hafa dregið í fimm og hálfan tíma. Makríllinn sem veiðist núna er stór og fallegur. Þetta er 520-530 gramma fiskur en í honum er dálítil áta. Það þarf svolítið að hafa fyrir því að ná makrílnum þarna því hann er mjög styggur, einkum á daginn,“ segir Ólafur Gunnar.

Í færslunni segir að Beitir NK hafi komið til Neskaupstaðar með rúm þúsund tonn á laugardag, Barði NK, með um 1.200tonn á sunnudag og Bjarni Ólafsosn AK til Færeyja með 900 tonn.

Þá hefur veiðin einnig bæst hjá Hoffelli sem er á landleið með 1.300 tonn af makríl. Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að veiðin hafi byrjað fremur hægt, en á síðustu 40 klukkustundunum fengust þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða á ný að lokinni löndun.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 3.10.22 523,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.22 481,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.22 381,54 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.22 380,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.22 258,77 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.22 282,83 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 3.10.22 327,18 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 880 kg
Ýsa 772 kg
Skarkoli 439 kg
Skrápflúra norðursvæði 432 kg
Steinbítur 45 kg
Tindaskata 28 kg
Sandkoli norðursvæði 20 kg
Samtals 2.616 kg
3.10.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 141 kg
Hlýri 123 kg
Gullkarfi 20 kg
Keila 12 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 302 kg
3.10.22 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 5.104 kg
Þorskur 3.132 kg
Hlýri 72 kg
Lýsa 36 kg
Samtals 8.344 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 3.10.22 523,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.22 481,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.22 381,54 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.22 380,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.22 258,77 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.22 282,83 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 3.10.22 327,18 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 880 kg
Ýsa 772 kg
Skarkoli 439 kg
Skrápflúra norðursvæði 432 kg
Steinbítur 45 kg
Tindaskata 28 kg
Sandkoli norðursvæði 20 kg
Samtals 2.616 kg
3.10.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 141 kg
Hlýri 123 kg
Gullkarfi 20 kg
Keila 12 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 302 kg
3.10.22 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 5.104 kg
Þorskur 3.132 kg
Hlýri 72 kg
Lýsa 36 kg
Samtals 8.344 kg

Skoða allar landanir »