Stefni í nífalt hærri gjöld en í Noregi

Sjókvíaeldi hefur vaxið hratt hér á landi en nú er …
Sjókvíaeldi hefur vaxið hratt hér á landi en nú er óttast að gjaldtaka sem er margfalt hærri en í öðrum ríkjum hægi á vextinum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gjaldtaka af framleiðslu sjókvíaeldis gæti stefnt í að verða níu sinnum hærra á hvert framleitt kíló hér á landi en í Noregi, eða 45 krónur á kíló hér á landi á móti 5 krónum í Noregi. Áhrif þessarar þróunar á samkeppnishæfni greinarinnar og vaxtarskilyrði telja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) áhyggjuefni.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í pistli sem birtur hefur verið á vef samtakanna.

Þar er vakin athygli á að gjaldtaka í sjókvíaeldi sé umfangsmeiri en í flestu atvinnugreinum á Íslandi. Þá borgi flest fyrirtæki tekjuskatt, eftirlits-, fasteigna-, kolefnis- og tryggingagjald, en í fiskeldinu bætast við auðlinda- og aflagjald auk sérstaks gjalds í umhverfissjóð sjókvíaeldis.

„Mikilvægt er að ríkið hljóti greiðslur af atvinnugreininni og að gæða- og umhverfiseftirlit sé gott. Hins vegar verður að haga rekstrarumhverfi hér á landi með þeim hætti að það standi ekki samkeppnishæfni fyrir þrifum. Margt bendir til þess að gjaldtaka í greininni sé umfram það sem tíðkast í samanburðarlöndum. Þar vegur auðlindagjaldið sannanlega þyngst, en við bætast síðan aflagjald og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis,“ segir í pistlinum.

Auðlindagjald yfir 30 krónur á kíló

Árið 2019 samþykkti Alþingi lög um gjaldtöku af fiskeldi í sjó og var í þeim gert ráð fyrir að álagning þessa auðlindagjalds mynd hefjast 2020 og væri innleitt í sjö þrepum á jafn mörgum árum. Er því nú innheimt 3/7 af gjaldinu.

Gjaldtakan reiknast þannig að greiða þurfi 3,5% þegar markaðsverð er 4,8 evrur á kíló eða meira og 2% þegar verð er lægra en 4,8 evrur á kíló en þó hærra en 4,3 evrur á kíló. Sé markaðsverð lægra en 4,3 evrur á kíló er hlutfallið 0,5%. Fjárhæð gjalds á hvert kíló slátraðs regnbogasilungs og hvers kílós af slátruðum ófrjóum laxi og laxi sem alinn er í sjó með lokuðum eldisbúnaði nemur helmingi almenna gjaldsins.

Þá segir að alþjóðlegt meðalverð á atlantshafslaxi hafi verið 4,31 evra á hvert kíló í ágúst-október árið 2020 og varð því auðlindagjaldið 2%. Þar sem það var annað ár gjaldtökunnar voru innheimtir 1/7 hluti gjaldsins og greiddu eldisfyrirtækin 4 krónur á hvert slátrað kíló. Gjaldið í fyrra hins vegar tæplega þrefalt hærra, eða 11,92 krónur á kíló, þrátt fyrir að innheimtur hlutur hefði aðeinstvöfaldast í 2/7. Hafði meðalverð á laxi hækkað töluvert og var 2021 mun hærra en árið á undan og var því innheimt gjald byggt á hæsta stofni.

„Árið 2026 er fyrsta árið þar sem fyrirtæki munu greiða gjaldið að fullu. Meðalverð á laxi hefur farið ört hækkandi síðustu mánuði og er nú 7,34 evrur/kg. Ef gert er ráð fyrir að næstu árin haldist verðið yfir 4,8 evrum og gjaldtakan taki þar af leiðandi mið af hæsta skattþrepi, má áætla að auðlindagjald verði yfir 30 krónum á hvert slátrað kíló af frjóum laxi,“ segir í pistlinum.

Mynd/Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Gjald í umhverfissjóð hægi á vexti

Það gjald sem eldisfyrirtækjum er gert að greiða í umhverfissjóð byggir ekki á framleiðslu heldur þeim heimildum sem fyrirtæki hafa til framleiðslu og segir í pistlinum að þessi gjöld vegi því þungt í rekstrarreikning þeirra sem stunda sjókvíaeldi.

„Ekki er óalgengt að heimildir til framleiðslu séu talsvert umfram raunverulega framleiðslu. Því er í raun verið að taka gjald af því sem má framleiða en ekki því sem verið er að framleiða. Fyrirkomulag gjaldtöku umhverfissjóðs er því til þess fallið að hægja á vextinum – og þar með nauðsynlegri verðmætasköpun.“

Útskýrt er að gjaldið er greitt 1. október hvert ár og sé reiknað á grundvelli svokölluðu SDR gengi sem er gengiskarfa gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum. Þá var SDR gengi 179,37 krónur í byrjun október 2021. Árgjaldið sem nemur 20 SDR var því jafnvirði 3.587 króna og var lagt á hvert tonn sem heimilt er að framleiða af frjóum laxi í kvíum. Þá eru innheimt 10 SDR, 1.794 krónur, fyrir ófrjóan lax eða regnbogasilung og 5 SDR, 897 krónur, fyrir eldisfisk í lokuðum eldisbúnaði.

„Ef tekið er gróft dæmi af laxeldisfyrirtæki á Íslandi með framleiðsluheimild fyrir 25.200 tonn af frjóum laxi í sjókvíum árið 2021 en framleiddi aðeins 11.500 tonn sama ár, þá greiddi fyrirtækið rúmlega 90 milljónir króna í sjóðinn. Það samsvarar tæplega 8 krónum á hvert framleitt kíló. Ef umhverfisgjald væri hins vegar greitt fyrir hvert framleitt kíló yrðu sjóðsgreiðslurnar rúmlega 41 milljón eða 3,6 krónur á hvert framleitt kíló,“ segir í pistlinum.

Sveitarfélög upplýsa ekki um kostnað

Auk þeirra tveggja gjalda sem nefnd hafa verið þarf að greiða aflagjald í höfnum landsins og er innheimta þess af fiskeldi mismunandi eftir höfnum. Fullyrt er að oftast sé innheimt almennt gjald og þá sé það 1,6% af heildarverðmæti þess sem landað er, en gjaldið reiknast af helmingi heildarverðmætis.

Sjókvíaeldi krefst þjónustu af ýmsum toga í höfnum landsins á margvíslegan hátt, en umfang þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig getur verið mjög ólíkt. Vekur SFS athygli á því að engin skoðun hafi farið fram af hálfu stjórnvalda hver kostnaður hafna af þjónustu við fiskeldið sé og hvernig hann sundurliðast milli hafna og eftir þjónustuþáttum. „Tilraunir eldisfyrirtækja til að afla slíkra upplýsingar frá sveitarfélögum og höfnum hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir ótvíræða lagaskyldu, sbr. 2. mgr. 20. gr. hafnalaga.“

Sveitarfélög og hafnir hafa ekki veitt eldisfyrirtækjum upplýsingar um hver …
Sveitarfélög og hafnir hafa ekki veitt eldisfyrirtækjum upplýsingar um hver kostnaðurinn sé við þá þjónustu sem þau veita. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Verulega íþyngjandi“

Að óbreyttu stefnir í töluvert hærri gjöld á komandi árum af sjókvíaeldinu hér á landi en í örðum ríkjum þar sem slík framleiðsla fer fram, fullyrðir SFS.

„Ef litið er til þess sem að ofan greinir, þá geta þessi gjöld hæglega numið yfir 45 kr. á hvert framleitt kg. Það er verulega íþyngjandi í alþjóðlegri samkeppni. Til samanburðar hafa framleiðslutengd gjöld í Noregi verið um 5 kr. á hvert kg. Ef stjórnvöld ætla sér að byggja upp sjókvíaeldi með metnaðarfullum hætti þarf að gæta hófs í þessum efnum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.10.22 378,73 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.22 370,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.22 428,28 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.22 359,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.22 211,99 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.22 280,32 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.22 285,29 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Drangey SK-002 Botnvarpa
Þorskur 131.813 kg
Ufsi 4.135 kg
Ýsa 4.063 kg
Gullkarfi 812 kg
Hlýri 603 kg
Steinbítur 163 kg
Skarkoli 140 kg
Skrápflúra 88 kg
Grálúða 23 kg
Samtals 141.840 kg
3.10.22 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 13.971 kg
Þorskur 8.269 kg
Þykkvalúra sólkoli 654 kg
Gullkarfi 426 kg
Samtals 23.320 kg
3.10.22 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Gullkarfi 1.228 kg
Samtals 1.228 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.10.22 378,73 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.22 370,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.22 428,28 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.22 359,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.22 211,99 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.22 280,32 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.22 285,29 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Drangey SK-002 Botnvarpa
Þorskur 131.813 kg
Ufsi 4.135 kg
Ýsa 4.063 kg
Gullkarfi 812 kg
Hlýri 603 kg
Steinbítur 163 kg
Skarkoli 140 kg
Skrápflúra 88 kg
Grálúða 23 kg
Samtals 141.840 kg
3.10.22 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 13.971 kg
Þorskur 8.269 kg
Þykkvalúra sólkoli 654 kg
Gullkarfi 426 kg
Samtals 23.320 kg
3.10.22 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Gullkarfi 1.228 kg
Samtals 1.228 kg

Skoða allar landanir »