Norsk undanþága sögð styðja við stríðsrekstur

Rússneski togarinn Zvezda Murmana við bryggju í Båtsfjord í Noregi. …
Rússneski togarinn Zvezda Murmana við bryggju í Båtsfjord í Noregi. Rússnesk fiskiskip hafa í Noregi fengið undanþágu frá efnahagsþvingunum beint gegn Rússlandi. Ljósmynd/Wikimedia: JoachimKohler-HB

Rússneskir togarar halda áfram að landa og fá þjónustu í norskum höfnum þrátt fyrir að það sé hvergi leyfilegt annars staðar í Evrópu, þar með talið á Íslandi, vegna sameiginlegra efnahagsaðgerða sem beint er gegn stjórnvöldum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Stefna Norðmanna er sögð styðja við stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu og hafa úkraínsk yfirvöld hafa óskað eftir því að undanþágan verði afturkölluð.

Frá byrjun þessa árs til 7. ágústs síðastliðins lönduðu rússneskir togarar 90.570 tonnum af sjávarfangi í norskum höfnum, að verðmæti 1,5 milljarða norskra króna, jafnvirði 21,4 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða um 4.000 tonnum minni afla en á sama tímabili í fyrra en á móti kemur að verðmæti afurðanna er hátt í 50% meiri en þá.

Svein-Ove Haugland, framkvæmdastjóri samtaka norskra móttökustöðva sjávarfangs (Norges Råfisklag), viðurkenndi í Fiskeribladet á dögunum að um 15% af aflanum væri unninn í Noregi, en restin væri áframseld til vinnslu í Evrópu, þar sem helsti áfangastaðurinn er Holland.

„Bæði eigendur og lögaðilar frá Rússlandi voru settir á refsiaðgerðalistann og urðu bankarnir fyrir áhrifum á sama tíma. En eftir þetta lítur út fyrir að afhendingarmynstur til flotans hafi gengið nánast eins og venjulega,“ var haft eftir Haugland.

Þá fullyrti Haugland að bann við löndun rússneskra togara myndi hafa lítil áhrif á rekstur norskra fiskvinnslna þar sem landað magn hefur dregist saman frá upphafi kórónuveirufaraldursins.

Stefna norskra yfirvalda er sögð ýta undir stríðsrekstur Rússlands í …
Stefna norskra yfirvalda er sögð ýta undir stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu. AFP

Styður við stríðsreksturinn

Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv fjallaði 12. ágúst um það hvernig fiskiskip einnar af stærstu útgerðum á heimsvísu, Norebo, fái að landa og stunda viðskipti óáreitt í Noregi. Útgerðin er í eigu ólígarkans Vitaly Orlov sem er meðal auðugustu manna Rússlands, metinn á 2,1 milljarð bandaríkjadala sem er jafnvirði um 291 milljarðs íslenskra króna. Orlov hefur verið ötull stuðningsmaður Vladímírs Pútíns, forseta rússneska lýðveldisins, og stutt flokk forsetans, Sameinað Rússland, fjárhagslega í gegnum árin.

Niðurstaða alþjóðlegra sérfræðinga á sviði efnahagsþvingana fullyrtu í samtali við blaðamenn Dagens Næringsliv að Noregur væri, með því að leyfa umrædd viðskipti í norskum höfnum, að ýta undir stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu.

Yfirvöld í Noregi hafa því, þvert á yfirlýsingar sínar við upphaf innrásarinnar, ekki fylgt fordæmi Evrópusambandsins og annarra samstarfsríkja að fullu, eins og til að mynda Íslands.

Í mars afturkallaði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, undanþágu fyrir rússneska togara til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum. Í framhaldinu var tilkynnt um að öllum skipum undir rússneskum fána væri óheimill aðgangur að íslenskum höfnum.

Saka Norðmenn um smugugerð

Í júní síðastliðnum barst norska Stórþinginu og ríkisstjórn Noregs beiðni frá úkraínskum yfirvöldum þar sem óskað var eftir því tekið yrði til skoðunar að afturkalla undanþágu rússneskra fiskiskipa.

„Það er mjög mikilvægt að Norðmenn hafi samþykkt nánast allar þær refsiaðgerðir sem ESB hefur beitt Rússum, en Norðmenn hafa valið að veita undanþágur frá hafnarbanni rússneskra fiskitogara. Þetta gerir rússneskum skipum kleift að landa fiski í norskum höfnum, framkvæma áhafnarskipti og margt fleira. Þessi undantekning skapar smugu í evrópsku refsiaðgerðunum,“ sagði meðal ananrs í bréfi úkraínskra yfirvalda, að því er fram kemur í umfjöllun Børsen.

Aðlagaðar refsiaðgerðir

„Noregur hefur tekið þátt í refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi, aðlagað einstökum þjóðlegum skilyrðum. Efnahagsaðgerðirnar hafa verið innleiddar í nokkrum lotum undanfarið hálft ár og eru þær umfangsmestu í sögulegu samhengi. Þessar aðgerðir eru nauðsynleg viðbrögð við hrottalegu og tilefnislausu árásarstríði Rússa gegn Úkraínu,“ segir í svari Eivinds Vad Peterssons, ríkisritara norska utanríkisráðuneytisins (aðstoðarráðherra), við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Eivind Vad Petersson, ríkisritari norska utanríkisráðuneytisins.
Eivind Vad Petersson, ríkisritari norska utanríkisráðuneytisins. Ljósmynd/Regjeringen.no

„Noregur hefur meðal annars gefið út bann við því að veita skipum undir rússneskum fána aðgang að höfnum á meginlandi Noregs. Hafnarbann ESB er því miður nokkuð óljóst. Í norska regluverkinu er lögð áhersla á að það sé fyrirsjáanlegt, notendavænt og skýrt. Einnig hefur verið tekið tillit til þess að Noregur ásamt Rússum ber ábyrgð á hinum mikilvæga þorskstofni í Barentshafi. Þetta er eitt fengsælasta hafsvæði heims. Við erum algjörlega háð nýtingarstjórnun á norðlægu slóðunum sem bæði tekur tillit til langtímamarkmiða og sjálfbærni þannig að við hlúum að þeim tegundum sem þar lifa og verndum lífríkið. Noregur kaus því að taka upp almenna undanþágu frá hafnarbanninu fyrir fiskiskip,“ segir Petersson.

Því er ekki svarað hvort norsk stjórnvöld telji hagnað rússneskra skipa af viðskiptum í Noregi styðji við stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu eða hvernig norsk stjórnvöld telji slíkt samræmast stefnu Noregs gagnvart innrás Rússlands í Úkraínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.9.24 429,29 kr/kg
Þorskur, slægður 8.9.24 429,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.9.24 267,93 kr/kg
Ýsa, slægð 8.9.24 257,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.9.24 211,46 kr/kg
Ufsi, slægður 8.9.24 245,74 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 8.9.24 279,29 kr/kg
Litli karfi 1.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.9.24 259,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.802 kg
Skarkoli 731 kg
Ýsa 582 kg
Skrápflúra 252 kg
Langlúra 223 kg
Steinbítur 37 kg
Karfi 19 kg
Ufsi 16 kg
Hlýri 11 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 4.676 kg
7.9.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 8.297 kg
Keila 281 kg
Steinbítur 80 kg
Ýsa 69 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 39 kg
Samtals 8.826 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.9.24 429,29 kr/kg
Þorskur, slægður 8.9.24 429,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.9.24 267,93 kr/kg
Ýsa, slægð 8.9.24 257,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.9.24 211,46 kr/kg
Ufsi, slægður 8.9.24 245,74 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 8.9.24 279,29 kr/kg
Litli karfi 1.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.9.24 259,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.802 kg
Skarkoli 731 kg
Ýsa 582 kg
Skrápflúra 252 kg
Langlúra 223 kg
Steinbítur 37 kg
Karfi 19 kg
Ufsi 16 kg
Hlýri 11 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 4.676 kg
7.9.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 8.297 kg
Keila 281 kg
Steinbítur 80 kg
Ýsa 69 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 39 kg
Samtals 8.826 kg

Skoða allar landanir »