„Hafið er stórt og stórt svæði til að leita“

Víkingur AK er nú statt 149 sjómílur aust-norðaustur af Langanesi …
Víkingur AK er nú statt 149 sjómílur aust-norðaustur af Langanesi í leit að makríl. Víða er nú leitað. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

„Eins og staðan er núna engin veiði. Það var leiðindaveður hérna og hefur engin veiði verið síðan,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100, um gang makrílveiðanna. Uppsjávarskipið er statt 149 sjómílur aust-norðaustur af Langanesi í leit að makríl er blaðamaður slær á þráðinn.

„Veðrið lagaðist í gær morgun og einhverjir hafa kastað og fengið mjög lítið. Þetta tekur oft smá tíma að jafna sig eftir svona leiðindaveður. Það þarf að vera gott veður fyrir svona veiðiskap,“ útskýrir Albert.

En er skipstjórinn sannfærður um að fiskurinn sé á svæðinu? „Það er fiskur að þvælast en það er spurning hvar hann gefur færi á sér, svo er líka komið fram á þennan árstíma og þá hefur oft verið lítið eða ekkert. En það hefur heyrst af makríl út af Norðurlandi, einhverjir krókabátar að ná makríl. Það er fiskur hérna enn þá en hann er bara svo dyntóttur að hann birtist og eins og eins og hendi sé veifað hverfur hann aftur. Við höldum enn þá í vonina.“

Venus kom nýverið til hafnar á Vopnafirði með um 1.500 …
Venus kom nýverið til hafnar á Vopnafirði með um 1.500 tonn. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Makrílvertíðin hefur reynst áskorun fyrir marga og eiga íslensku uppsjávarskipin enn eftir um 40 þúsund tonn óveidd, eða rúmlega fimmtungur úthlutaðra heimilda í tegundinni. Aðeins er heimilt að færa 15% af úthlutuðum heimildum milli ára.

Allir að leita að makríl

Albert segir ekki bara íslensku skipin sigla um í makrílleit. „Alls staðar er verið að leita. Það eru Norðmenn við íslensku línuna í Jan Mayen-lögsögunni að leita og þeir hafa ekki stoppað í neinu. Færeyingarnir eru að leita. Það eru allir að leita. Einhvern veginn er þetta þannig að þetta birtist alls staðar á sama tíma og hverfur á sama tíma. Hafið er stórt og því stórt svæði til að leita. Þetta eru oft langar siglingar milli svæða.“

Víkingur er gerður út af Brim, en það eru einnig Venus NS og Svanur RE. Albert útskýrir að skipin hafa verið í miklu samstrafi um veiðarnar. „Við byrjuðum túrinn á að setja um borð í Venus RE sem fór í land með um 1.500 tonn og svo settum við í Svan RE sem er ný kominn í land með um þúsund tonn.“ Bæði skipin kom til löndunar á Vopnafirði.

„Við erum að fara að byrja að setja í okkur ef við finnum eitthvað. Ég vona bara að það gerist,“ segir skipstjórinn og hlær. „Það voru tveir bátar að kasta suður af okkur, en það er spurning hvort það var makríll sem þeir köstuðu í.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.11.22 550,44 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.22 612,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.22 394,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.22 374,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.22 336,10 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.22 403,98 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.22 397,50 kr/kg
Litli karfi 28.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.22 Oddur Á Nesi SI-176 Línutrekt
Þorskur 1.617 kg
Ýsa 1.167 kg
Keila 7 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 2.796 kg
29.11.22 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 624 kg
Þorskur 119 kg
Samtals 743 kg
29.11.22 Petra ÓF-088 Landbeitt lína
Þorskur 1.915 kg
Ýsa 1.242 kg
Keila 32 kg
Ufsi 5 kg
Langa 4 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 3.199 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.11.22 550,44 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.22 612,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.22 394,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.22 374,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.22 336,10 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.22 403,98 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.22 397,50 kr/kg
Litli karfi 28.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.22 Oddur Á Nesi SI-176 Línutrekt
Þorskur 1.617 kg
Ýsa 1.167 kg
Keila 7 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 2.796 kg
29.11.22 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 624 kg
Þorskur 119 kg
Samtals 743 kg
29.11.22 Petra ÓF-088 Landbeitt lína
Þorskur 1.915 kg
Ýsa 1.242 kg
Keila 32 kg
Ufsi 5 kg
Langa 4 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 3.199 kg

Skoða allar landanir »