Mótmæla lokun starfsstöðvar í Ólafsvík

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, er ósáttur við ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um …
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, er ósáttur við ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um að loka starfsstöðinni í Ólafsvík. mbl.is

Hafrannsóknastofnun hyggst loka útibúi stofnunarinnar í Ólafsvík á Snæfellsnesi frá og með áramótum. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri stofnunarinnar, upplýsti Kristinn Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, á nýlegum fundi þeirra um áformin.

Þetta kemur fram í umfjöllun Skessuhorns.

Samkvæmt vef Hafrannsóknastofnunar er einn starfsmaður með aðsetur í Ólafsvík og á Þorsteinn að hafa sagt Kristni frá því að erfiðlega hafi gengið að manna starfsstöðina, auk þess hafi fjármagn verið af skornum skammti.

„Samtalið var ágætt þó við værum ekki sammála,“ hefur Skessuhorn eftir Kristni sem kveðst hafa komið því áleiðis að hann teldi ákvörðun Hafrannsóknastofnunar á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa á landsbyggðinni.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, á að hafa sagt erfitt að …
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, á að hafa sagt erfitt að manna starfsstöðina. mbl.is/Arnþór Birkisson

Leita til ráðherra og þingmanna

„Við sögðum þeim að við myndum nú ekki taka þessu þegjandi og létum þá vita að við myndum biðja um fundi með ráðherra málaflokksins og þingmönnum kjördæmisins. Hafró hefur verið að fá með öllu um 60 milljónir króna á ári til að reka þessa starfsemi að okkar mati þó að í dag sé það ekki merkt sérstaklega á fjárlögum. En samkvæmt uppreiknuðum samningi sem Sjávarrannsóknasetrið Vör gerði við stofnunina er sú tala ekki fjarri lagi, uppreiknað til verðlags í dag. Þetta eru fjármunir sem okkur finnst blóðugt að hverfi úr okkar samfélagi og enn verra að mönnum finnist það sjálfsagt að fækka störfum og verkefnum úti á landi,“ segir Kristinn.

Fram kmeur á vef stofnunarinnar að meðal verkefna starfsstöðvarinnar í Ólafsvík sé „regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef.  Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,46 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,21 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.403 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 1.424 kg
23.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 4.243 kg
Þorskur 243 kg
Skarkoli 27 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 4.525 kg
23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,46 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,21 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.403 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 1.424 kg
23.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 4.243 kg
Þorskur 243 kg
Skarkoli 27 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 4.525 kg
23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg

Skoða allar landanir »