„Þetta er gríðarleg breyting“

Með nýja fyrsti- og kælikerfinu getur Jakob Björnsson fylgst með …
Með nýja fyrsti- og kælikerfinu getur Jakob Björnsson fylgst með stöðunni hverju sinni í farsímanum. Ljósmynd/Samherji

Frysti- og kælibúnaður fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa (ÚA) hefur verið uppfærður á undanförnum tveimur árum og segir Jakob Björnsson, vélstjóri hjá ÚA, nýja kerfið reynast vel, að því er fram kemur í færslu á vef Samherja.

„Þetta er gríðarleg breyting, það er ábyggilegt. Ég er ekki frá því að orkusparnaðurinn sé á bilinu 20 til 30 prósent og það munar um minna. Núna sjá tölvurnar um að fylgjast með mörgum þáttum, þannig að rekstraröryggið er allt annað. Rafmagnið hefur sömuleiðis verið endurnýjað að stórum hluta, svo sem í aðaltöflum. Þótt gamla kerfið hafi á margan hátt verið ágætt, er samanburðurinn eins og svart og hvítt,“ segir Jakob.

Fiskbitar á leiðinni inn í afkastamikinn lausfrysti.
Fiskbitar á leiðinni inn í afkastamikinn lausfrysti. Ljósmynd/Samherji

Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri kælismiðjunnar Frosts, segir viðhald eldra kerfis hafa verið með ágætum en ljóst hafi verið að tími væri kominn á að endurnýjun.

„Í kerfum hússins sem áður hýsti rækjuverksmiðjuna Strýtu var notast við freon sem kælimiðil en uppfærður búnaður notar ammoníak sem er algjörlega náttúrulegt efni. Sjálfvirknin er líka umtalsverð og nýi búnaðurinn nýtir orkuna margfalt betur en sá gamli. Í sjálfu fiskvinnsluhúsi ÚA hefur kæli- og frystikerfið sömuleiðis verið endurnýjað, þar voru settar upp kælipressur með mun betri nýtingu en þær gömlu, sem höfðu þjónað sínum tilgangi vel og lengi. Einnig voru settir upp plötuvarmaskiptar sem nýta orkuna mun betur,“ útskýrir Guðmundur.

Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri kælismiðjunnar Frosts á Akureyri.
Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri kælismiðjunnar Frosts á Akureyri. mbl.is/Margrét Þóra

Áskorun að samþætta eldri og ný tæki

Kælismiðjan Frost, Rafeyri og Raftákn saú um framkvæmdir ásamt starfsfólki ÚA og Samherja.

„Helsta áskorunin í þessu öllu saman var sjálfsagt að samþætta nýjan og eldri búnað, sem var að mestu gert þegar fiskvinnsla lá niðri vegna sumarleyfa. Þess vegna var lögð höfuðáhersla á góðan og vandaðan undirbúning á öllum sviðum og ég segi hiklaust að vel hafi tekist til. Framkvæmdum er ekki lokið að fullu en með þeim uppfærslum sem þegar eru að baki er engu að síður hægt að fullyrða að Útgerðarfélag Akureyringa stendur ansi framarlega hvað kæli- og frystibúnað snertir,“ segir Guðmundur.

Frost hefur komið að öðru stóru verkefni fyrir Samherja og gengdi fyrirtækið veigamiklu hlutverki í að koma upp öflugu kælikerfi í frystihúsi Samherja á Dalvík.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.23 442,08 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.23 623,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.23 550,17 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.23 450,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.23 267,51 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.23 419,38 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.23 337,50 kr/kg
Litli karfi 3.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 703 kg
Steinbítur 190 kg
Ýsa 48 kg
Samtals 941 kg
4.2.23 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 832 kg
Ýsa 178 kg
Keila 136 kg
Hlýri 66 kg
Steinbítur 24 kg
Lýsa 8 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.245 kg
4.2.23 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 572 kg
Ýsa 225 kg
Steinbítur 94 kg
Keila 11 kg
Samtals 902 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.23 442,08 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.23 623,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.23 550,17 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.23 450,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.23 267,51 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.23 419,38 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.23 337,50 kr/kg
Litli karfi 3.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 703 kg
Steinbítur 190 kg
Ýsa 48 kg
Samtals 941 kg
4.2.23 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 832 kg
Ýsa 178 kg
Keila 136 kg
Hlýri 66 kg
Steinbítur 24 kg
Lýsa 8 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.245 kg
4.2.23 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 572 kg
Ýsa 225 kg
Steinbítur 94 kg
Keila 11 kg
Samtals 902 kg

Skoða allar landanir »