Stefán Viðar kveður Cuxhaven

Stefán Viðar Þórisson, skipstjóri á Cuxhaven, segir alltaf gaman að …
Stefán Viðar Þórisson, skipstjóri á Cuxhaven, segir alltaf gaman að halda á sjó en að það sé einnig gaman að sjá Ísland rísa úr sjó á heimleiðinni. Ljósmynd/Samherji

Stefán Viðar Þórisson hefur lokið sínum síðasta túr sem skipstjóri á Cuxhaven NC-100. Hann er með 16 ára skipstjórnarreynslu að baki, þar af fimm á Cuxhaven. Stefán Viðar er þó hvergi hættur, enda ungur maðurinn, og færir sig yfir á frystitogarann Snæfell EA-310 sem samherji gerir út.

Cuxhaven er gert út af þýsku dótturfélagi Samherja, Deutsche Fischfang Union, og landaði 670 tonnum í Hafnarfirði í vikunni eftir fimmtíu sólarhringa túr.

„Þessi síðasta veiðiferð á Cuxhaven gekk vel í alla staði, þótt veiðin hafi verið frekar dræm í restina. Við vorum í grænlenskri lögsögu, norðan við Dohrnbanka. Cuxhaven er frábært skip í alla staði og áhöfnin er traust og góð, valinn maður í hverju rúmi,“ segir Stefán Viðar í færslu á vef Samherja.

Cuxhaven við Grænland
Cuxhaven við Grænland Ljósmynd/Samherji

„Ég fæ núna smá fríi, þar sem Pálmi verður skipstjóri á Snæfellinu og svo tek ég væntanlega næsta túr. Mér líst vel á skipið og allan aðbúnað um borð, þar sem toppkarlar eru í hverju plássi,“ segir hann.

Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Deutsche Fishfang Union, kvaddi Stefán Viðar í Hafnarfjarðarhöfn og færði honum blómvönd í tilefni þessara tímamóta. En Stefán Viðar kveðst kveðja Cuxhaven með söknuði en hlakka jafnframt til að taka við nýjum verkefnum á Íslandi.

Mikil umsvif eru á hafnarbakkanum þegar jafn stór skip og Cuxhaven koma til hafnar, útskýrir hann. „Löndunargengi sjá um löndun og flutningafyrirtæki þurfa að vera tilbúin svo að segja strax og lagst er að bryggju. Oftar en ekki er óskað eftir þjónustu ýmissa fyrirtækja vegna endurbóta og viðhalds, það er því mikið um að vera þegar skipin eru í landi. Þannig var þetta í Hafnarfjarðarhöfn í vikunni og þannig verður þetta þegar Snæfell kemur til löndunar í framtíðinni,“ segir Stefán Viðar.

Baldvin Þorsteinsson og Stefán Viðar um borð í Cuxhaven NC …
Baldvin Þorsteinsson og Stefán Viðar um borð í Cuxhaven NC er sá síðastnefndi lauk sínum síðasta túr sem skipstjóri á skipinu. Ljósmynd/Samherji

Skipstjóri á Wiesbaden aðeins 26 ára

Eins og fyrr segir á Stefán Viðar, sem er 42 ára, nokkurn feril að baki og útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með skipstjórnarréttindi vorið 2001. Á námsárunum var hann háseti á Víði EA, en 2004 lá leiðin til Deutsche Fischfang Union, Evrópuútgerðar Samherja. Fyrst sem stýrimaður á frystitogaranum Kiel NC og þar á eftir Wiesbaden GDY, sem er systurskip Kiel.

Aðeins 26 ára gamall varð Stefán Viðar skipstjóri á Wiesbaden og hefur hann síðan stýrt ýmsum skipum Deutsche Fischfang Union. Til þess að geta stýrt erlendum togurum aflaði Stefán Viðar sér skipstjórnarréttinda í Bretlandi og Þýskalandi, auk þeirra íslensku.

Stefán var m.a. skipstjóri á Kiel NC.
Stefán var m.a. skipstjóri á Kiel NC. Ljósmynd/Samherji

Fyrst heim til Reyðarfjarðar

„Cuxhaven vakti mikla athygli á sínum tíma enda skipið vel búið á allan hátt, bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar. Þótt Snæfellið sé eldra skip er það afar vel búið, þannig að í mínum huga ríkir bara tilhlökkun vegna þessa næsta verkefnis hjá Samherja. Ég á því láni að fagna að eigendurnir hafa treyst mér fyrir stórum verkefnum og fyrir það er ég þakklátur. Þetta hefur verið farsælt samband, traust á báða bóga,“ segir Stefán Viðar í færslunni.

„Ég hef náð að skoða Snæfellið ágætlega og líst vel á þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipinu á undanförnum mánuðum. Þótt ég hafi verið í mínum síðasta túr á stóru og öflugi skipi, getum við líka sagt að ég fari senn í minn fyrsta túr á stóru og öflugu skipi og slíkar breytingar eru bara hressilegar. En fyrst er samt sem áður að halda heim til Reyðarfjarðar.“

Snæfell EA
Snæfell EA Ljósmynd/Samherji
Skipstjórarnir Stefán Viðar og Pálmi Hjörleifsson um borð í Snæfelli
Skipstjórarnir Stefán Viðar og Pálmi Hjörleifsson um borð í Snæfelli Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »