Stefna á að ná gröfunni upp á bryggju í dag

Kraninn kom í nótt.
Kraninn kom í nótt. mbl.is/Alfons

Vinna við að rétta af dýpkunarprammann Svavar sem sökk í Rifshöfn á Snæfellsnesi, og hífa upp á bryggju 70 tonna gröfuna sem á honum situr, hófst í morgun. 

Björn Arnaldsson, hafnarstjóri Snæfellsbæjar, segir stóran krana hafa komið í nótt og vinna við verkið hafi byrjað strax klukkan átta í morgun.

Hann sagði verkið hafa gengið vel framan af degi en var þó ekki klár á því hvort að búið væri að ná gröfunni upp enda var hann staddur á fundi þegar blaðamaður náði af honum tali. Markmiðið væri þó að ná vinnuvélinni upp í dag.

Dýpkunarpramminn byrjaði að sökkva aðfaranótt mánudags.
Dýpkunarpramminn byrjaði að sökkva aðfaranótt mánudags. mbl.is/Alfons

Vinnuskúrar, geymslur og díselrafstöð um borð

Aðfaranótt mánudags uppgötvaðist að dýpkunarprammi í Rifshöfn væri byrjaður að sökkva. 

Pramm­inn er í eigu Hagtaks. Hann var byggður í Hollandi 1995, er af gerðinni Con­float og ber nafnið Svavar. Hann er sett­ur sam­an af níu ein­ing­um sem boltaðar eru sam­an. Um borð eru vinnu­skúr­ar, geymsl­ur og dísel­raf­stöð, auk 70 tonna gröfu.

Að sögn Björns verður næsta mál á dagskrá, þegar búið er að rétta prammann af og ná gröfunni upp, að skoða ástandið á prammanum og leita skýringa á því hvers vegna sjór lak inn í hann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.10.22 379,27 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.22 370,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.22 420,49 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.22 359,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.22 211,99 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.22 280,32 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.22 285,29 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.22 Bárður SH-081 Dragnót
Þorskur 2.463 kg
Ýsa 846 kg
Skarkoli 318 kg
Gullkarfi 119 kg
Ufsi 113 kg
Lúða 30 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.894 kg
2.10.22 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 27.391 kg
Ýsa 23.553 kg
Samtals 50.944 kg
2.10.22 Sæli BA-333 Lína
Langa 472 kg
Steinbítur 211 kg
Þorskur 78 kg
Gullkarfi 70 kg
Ýsa 58 kg
Keila 27 kg
Samtals 916 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.10.22 379,27 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.22 370,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.22 420,49 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.22 359,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.22 211,99 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.22 280,32 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.22 285,29 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.22 Bárður SH-081 Dragnót
Þorskur 2.463 kg
Ýsa 846 kg
Skarkoli 318 kg
Gullkarfi 119 kg
Ufsi 113 kg
Lúða 30 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.894 kg
2.10.22 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 27.391 kg
Ýsa 23.553 kg
Samtals 50.944 kg
2.10.22 Sæli BA-333 Lína
Langa 472 kg
Steinbítur 211 kg
Þorskur 78 kg
Gullkarfi 70 kg
Ýsa 58 kg
Keila 27 kg
Samtals 916 kg

Skoða allar landanir »