Stefna á að ná gröfunni upp á bryggju í dag

Kraninn kom í nótt.
Kraninn kom í nótt. mbl.is/Alfons

Vinna við að rétta af dýpkunarprammann Svavar sem sökk í Rifshöfn á Snæfellsnesi, og hífa upp á bryggju 70 tonna gröfuna sem á honum situr, hófst í morgun. 

Björn Arnaldsson, hafnarstjóri Snæfellsbæjar, segir stóran krana hafa komið í nótt og vinna við verkið hafi byrjað strax klukkan átta í morgun.

Hann sagði verkið hafa gengið vel framan af degi en var þó ekki klár á því hvort að búið væri að ná gröfunni upp enda var hann staddur á fundi þegar blaðamaður náði af honum tali. Markmiðið væri þó að ná vinnuvélinni upp í dag.

Dýpkunarpramminn byrjaði að sökkva aðfaranótt mánudags.
Dýpkunarpramminn byrjaði að sökkva aðfaranótt mánudags. mbl.is/Alfons

Vinnuskúrar, geymslur og díselrafstöð um borð

Aðfaranótt mánudags uppgötvaðist að dýpkunarprammi í Rifshöfn væri byrjaður að sökkva. 

Pramm­inn er í eigu Hagtaks. Hann var byggður í Hollandi 1995, er af gerðinni Con­float og ber nafnið Svavar. Hann er sett­ur sam­an af níu ein­ing­um sem boltaðar eru sam­an. Um borð eru vinnu­skúr­ar, geymsl­ur og dísel­raf­stöð, auk 70 tonna gröfu.

Að sögn Björns verður næsta mál á dagskrá, þegar búið er að rétta prammann af og ná gröfunni upp, að skoða ástandið á prammanum og leita skýringa á því hvers vegna sjór lak inn í hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,25 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,15 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.414 kg
Þorskur 254 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.747 kg
23.4.24 Már SU 145 Handfæri
Þorskur 2.143 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.171 kg
23.4.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 215 kg
Samtals 215 kg
23.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.099 kg
Þorskur 325 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,25 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,15 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.414 kg
Þorskur 254 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.747 kg
23.4.24 Már SU 145 Handfæri
Þorskur 2.143 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.171 kg
23.4.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 215 kg
Samtals 215 kg
23.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.099 kg
Þorskur 325 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »