Vigfús er trillukarl ársins

Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU-118 í höfn á …
Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU-118 í höfn á Höfn í Hornafirði. Hann hefur einnig gert út trilluna Dög SF-18. mbl.is/Albert Eymundsson

Vigfús Vigfússon frá Hornafirði er trillukarl ársins. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afhenti viðurkenningu þess efnis fyrir hönd Landssambands smábátaeigenda á opnunarhátíð sjávarútvegssýningarinnar Sjávarútvegur 2022 í Laugardalshöll í dag.

Vigfús gerir út Dögg SF-18 frá Höfn og er hann sjálfur skipstjóri. Hann hefur frá árinu 1994 róið sínum eigin bát og hefur ávallt verið í flokki smábáta.

Fram kom í kynningu á viðurkenningunni að við lýði var banndagakerfi þegar Vigfús hóf útgerð, síðan tók við þorskaflahámark og að lokum varð til krókaaflamarkskerfi, en samhliða réri Vigfús í sóknardagakerfi þar til það var aflagt árið 2005. Frá þeim tíma hefur hann róið í krókaaflamarki og gert út á línu.

Þekktur fyrir að róa stíft

„Vigfús er þekktur fyrir að róa stíft og vera fylgin sér, þótt rólegheitin við fiskveiðar séu honum eðlislæg. Það þýðir ekki að vera með neinn æsing eins og Vigfús orðar það,“ sagði í kynningunni.

„Það er til marks um hvað Vigfúsi gengur vel með þann gula að dæmi eru um að aflamenn hafi stolist um borð í bát hans í skjóli nætur til að rannsaka veiðafærin í þeirri von að geta nýtt sér leyndarmálið. Ekkert var þar hins vegar að sjá, þetta er honum í blóð borið, hann er galdramaður eins og þeir orðuðu það. Nú hefur Vigfús söðlað um, hættur að gera út á línu og byrjaður á strandveiðum. Þar fer saman hjá honum atvinna og áhugamál. Hann sagðist  hafa ætlað að taka það rólega, en það er nú bara svona þegar maður horfir á vini sína sigla út ósinn, þá fer maður á eftir þeim.“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, Selma Dögg Vigfúsdóttir og Svandís …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, Selma Dögg Vigfúsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á strandveiðunum í sumar var hann aflahæstur með 69,4 tonn í 33 sjóferðum. Þar af 23 tonn af þorski og 46 tonn af ufsa. Um er að ræða Íslandsmet í Strandveiðum.

Vigfús var ekki viðstaddur afhendingu viðurkenningarinnar en Selma Dögg Vigfúsdóttir (dóttir Vigfúsar) tók við viðurkenningunni fyrir hönd hans.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.10.22 379,27 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.22 370,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.22 420,49 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.22 359,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.22 211,99 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.22 280,32 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.22 285,29 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.22 Bárður SH-081 Dragnót
Þorskur 2.463 kg
Ýsa 846 kg
Skarkoli 318 kg
Gullkarfi 119 kg
Ufsi 113 kg
Lúða 30 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.894 kg
2.10.22 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 27.391 kg
Ýsa 23.553 kg
Samtals 50.944 kg
2.10.22 Sæli BA-333 Lína
Langa 472 kg
Steinbítur 211 kg
Þorskur 78 kg
Gullkarfi 70 kg
Ýsa 58 kg
Keila 27 kg
Samtals 916 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.10.22 379,27 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.22 370,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.22 420,49 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.22 359,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.22 211,99 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.22 280,32 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.22 285,29 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.22 Bárður SH-081 Dragnót
Þorskur 2.463 kg
Ýsa 846 kg
Skarkoli 318 kg
Gullkarfi 119 kg
Ufsi 113 kg
Lúða 30 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 3.894 kg
2.10.22 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 27.391 kg
Ýsa 23.553 kg
Samtals 50.944 kg
2.10.22 Sæli BA-333 Lína
Langa 472 kg
Steinbítur 211 kg
Þorskur 78 kg
Gullkarfi 70 kg
Ýsa 58 kg
Keila 27 kg
Samtals 916 kg

Skoða allar landanir »