Lönduðu afla fyrir 2 milljarða

Veiðar hafa gengið með ágætum hjá áhöfninni á Hoffelli.
Veiðar hafa gengið með ágætum hjá áhöfninni á Hoffelli. mbl.is/Albert Kemp

Síldarvertíðin er komin á fullt hjá áhöfninni á Hoffelli SU-80, en skipið lauk nýverið makrílvertíð og hefur skipið (ásamt fyrirennara sínum með sama nafn) náð að landa 36 þúsund tonnum á árinu. Verðmæti aflans var um tveir milljarðar króna.

Hoffellið kom til hafnar á Fáskrúðsfirði með síðasta makrílfarminn 15. september síðastliðinn og var hann um þúsund tonn. Ekki var þó stoppað lengi enda síldarvertíðin hafin og kom skipið á ný til löndunar á þriðjudag, þá með 450 tonn af síld.

Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að síldin hafi farið í söltun fyrir erlenda markaði og frystingu á beitu fyrir Sandfell SU-75 og Hafrafell SU-65.

Síldin er meðal annars fryst sem beita fyrir Sandfell.
Síldin er meðal annars fryst sem beita fyrir Sandfell. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Krókabátarnir tveir hafa verið með aflahæstu bátum landsins. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu náði Sandfell, sem Loðnuvinnslan gerir út, að landa rúmlega 101 tonni í ágúst og Hafrafell tæplega 94 tonnum í sama mánuði.

Skipin þrjú eru nú öll á veiðum austur af landinu, en togarinn Ljósafell SU-70 sem Loðnuvinnslan gerir einnig út er á miðunum suðaustur af landinu.

Uppfært klukkan 11:00: fyrr var rætt um skipið Hoffell í eintölu, en rétt er að aflinn er bæði gamla Hoffell og nýja Hoffell sem afhent var í sumar. Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,84 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 506,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 338,10 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,24 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 257,12 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,59 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 585 kg
Skarkoli 171 kg
Ýsa 12 kg
Langlúra 7 kg
Steinbítur 4 kg
Sandkoli 3 kg
Skrápflúra 3 kg
Samtals 785 kg
13.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 591 kg
Ýsa 521 kg
Þorskur 468 kg
Hlýri 380 kg
Karfi 263 kg
Langa 23 kg
Ufsi 22 kg
Grálúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.274 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,84 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 506,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 338,10 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,24 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 257,12 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,59 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 585 kg
Skarkoli 171 kg
Ýsa 12 kg
Langlúra 7 kg
Steinbítur 4 kg
Sandkoli 3 kg
Skrápflúra 3 kg
Samtals 785 kg
13.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 591 kg
Ýsa 521 kg
Þorskur 468 kg
Hlýri 380 kg
Karfi 263 kg
Langa 23 kg
Ufsi 22 kg
Grálúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.274 kg

Skoða allar landanir »