Brim keypti skip og kvóta af dótturfélagi ÚR

Brim hefur fest kaup á aflaheimildum sem félagið losaði sig …
Brim hefur fest kaup á aflaheimildum sem félagið losaði sig við eftir að hafa farið yfir kvótaþakið. mbl.is/Hari

Brim hf. hefur fest kaup á Sólborgu RE-27 og tilheyrandi aflaheimildum á 88,5 milljónir evra, jafnvirði 12,3 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Brims. Fyrirtækið er með þessu að kaupa aftur heimildir sem það þurfti að losa sig við vegna kvótaþaksins.

Seljandinn er RE 27 ehf. sem er dótturfélag Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR). Skammt er um liðið frá því að ÚR seldi dótturfélagi sínu togarann Sólborgu og aflaheimildir hans á 12,3 milljarða. Kaup Brims á togaranum gerast þannig að félagið tekur yfir 81,5 milljóna evra skuld RE 27 ehf. (dótturfélags ÚR) og greiðir 7 milljónir í peningum.

ÚR fer með 43,97% eignarhlut í Brimi, en eigandi ÚR er Guðmundur Kristjánsson sem er forstjóri Brims.

Breyttar forsendur

Aflaheimildirnar sem fylgja kaupunum eru að mestu leyti í uppsjávarfiski sem Brim þurfti að losa sig við síðastliðinn vetur eftir að hafa farið upp fyrir lögbundið kvótaþak. Skýringin er sú að gefinn var út sögulega stór loðnukvóti samhliða því að svokallaður þorskígildisstuðull var óvenju hár.

Nú blasir við mun lægri þorskígildisstuðull og bendir flest til að Hafrannsóknastofnun ráðleggi nokkuð minni loðnuveiði á komandi vertíð. Þó er búist við að útgefinn kvóti verði nokkuð ríflegur. Útreiknuð hlutdeild Brims í heildarþorskígildum getur því verið komin undir kvótaþakið, jafnvel með loðnukvótanum sem fyrirtækið þurfti að losa sig við.

„Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á norðurslóðum,“ segir í tilkynningu Brims.

5,84% af loðnukvótanum

Þá segir að með viðskiptunum séu keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum alls 5,84% aflahlutdeild í loðnu, 3,39% í makríl, 11,42% í gulllaxi og 16,86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi.

„Aflaheimildir í loðnu eru ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum. Því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11,56% af heildarþorskígildistonnum í 11,82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag. Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14,19% við mikla úthlutun á loðnukvóta. Þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11,“ segir í tilkynningunni.

Áhöfninni á Sólborgu var sagt upp í júlí eftir að skipið hafði verið gert út í innan við ár. Upphaflega var skipið keypt frá Grænlandi með það fyrir sjónum að gera það út á veiðar í Barentshafi, en breyta þurfti þeim áætlunum eftir að Barentshafið lokaðist vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.11.22 488,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.22 546,09 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.22 417,41 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.22 398,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.22 301,77 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.22 123,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.22 325,03 kr/kg
Litli karfi 16.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.11.22 Bárður SH-081 Dragnót
Ýsa 12.557 kg
Langlúra 122 kg
Þorskur 80 kg
Skarkoli 65 kg
Lúða 28 kg
Gullkarfi 12 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 12.873 kg
26.11.22 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 478 kg
Keila 181 kg
Gullkarfi 26 kg
Ýsa 19 kg
Hlýri 16 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 732 kg
26.11.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Ýsa 5.133 kg
Þorskur 308 kg
Samtals 5.441 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.11.22 488,94 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.22 546,09 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.22 417,41 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.22 398,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.22 301,77 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.22 123,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.22 325,03 kr/kg
Litli karfi 16.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.11.22 Bárður SH-081 Dragnót
Ýsa 12.557 kg
Langlúra 122 kg
Þorskur 80 kg
Skarkoli 65 kg
Lúða 28 kg
Gullkarfi 12 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 12.873 kg
26.11.22 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 478 kg
Keila 181 kg
Gullkarfi 26 kg
Ýsa 19 kg
Hlýri 16 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 732 kg
26.11.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Ýsa 5.133 kg
Þorskur 308 kg
Samtals 5.441 kg

Skoða allar landanir »