Brynhildur ráðin framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar

Brynhildur Benediktsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri NAFO.
Brynhildur Benediktsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri NAFO. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu, var ráðin framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar (NAFO) á ársfundi stofnunarinnar sem var haldinn dagana 19.-23. september sl.

Hlutverk NAFO er svæðisbundin fiskveiðistjórnun á NV-Atlantshafi. Aðildarþjóðir NAFO eru 13 að Íslandi meðtöldu, og nær samningssvæði stofnunarinnar yfir hafsvæðið utan landhelgi Kanada á NV-Atlantshafi. Markmið NAFO er að tryggja langtímavernd og sjálfbæra nýtingu fiskveiðiauðlinda á samningssvæðinu og standa vörð um vistkerfi hafsins, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Brynhildur er hagfræðingur að mennt og hefur lokið diplómanámi í hafrétti, auk þess sem hún hefur nýlokið meistaranámi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur unnið störf tengd sjávarútvegi í tugi ára, en frá árinu 2008 hefur hún gengt starfi sérfræðings og samningamanns á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Brynhildur hefur verið fulltrúi í og leitt sendinefndir Íslands á alþjóðavettvangi í sjávarútvegi. Þar á meðal hefur hún verið í norrænu ráðherranefndinni, OECD, ICCAT, NEAF, NAFO og FAO ásamt WTO og á vettvangi SÞ auk þess að vinna að fiskveiðistjórnun innanlands.

Skrifstofa NAFO er í Halifax í Kanada og mun Brynhildur hefja störf þar um áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »