Íslendingar hagnist á auðlindaskatti Norðmanna

Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóri norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS, telur framleiðslugetu …
Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóri norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS, telur framleiðslugetu ÍSlands nema 500 þúsund tonnum. Ljósmynd/Måsøval AS

Leiðtogar í fiskeldisgeiranum telja Ísland hagnast mest á tillögu norsku ríkisstjórnarinnar um auðlindaskatt þar sem hún bætir stöðu Íslands sem framtíðarvaxtarsvæðis greinarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom á fjárfestaþingi miðilsins IntraFish sem fram fór í London á dögunum.

„Íslendingar eru reiðubúnir til að gera það sem þarf til að byggja upp atvinnugreinar,“ sagði Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóri norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS, á málþinginu. Måsøval AS fer með meirihluta hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Ice Fish Farm AS, en dótturfélag þess rekur mestallt fiskeldi á Austfjörðum.

Norska ríkisstjórnin tilkynnti 28. september síðastliðinn um þau áform sín að leggja 40% auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi. Í kjölfarið hrundi gengi hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllina í Osló.

500 þúsund tonn á Íslandi

Rønning sagðist á málþinginu telja framleiðslugetu Íslands vera að minnsta kosti 500 þúsund tonn af eldislaxi.

Óljóst er hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu, en burðarþol í öllum þeim fjörðum þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi var samanlagt 144.500 tonn árið 2020, að því er fram kemur í skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi frá árinu 2021.

Þá nam hámarkslífmassi í nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar fyrir þessa firði 106.500 tonnum.

Mun meiri lífmassa er þó hægt að koma í sjókvíar ef heimilað verður að ala fisk innan þeirra svæða sem nú eru friðuð frá slíkri starfsemi. Nú á sér stað töluverð uppbygging í landeldi en heldur langt er í land þar til sá rekstur getur skilað fleiri hundruð þúsund tonnum.

Óheimilt er að stunda sjókvíaeldi á þeim svæðum sem eru …
Óheimilt er að stunda sjókvíaeldi á þeim svæðum sem eru innan rauðu línanna. Skjáskot/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.9.24 467,09 kr/kg
Þorskur, slægður 6.9.24 481,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.9.24 224,29 kr/kg
Ýsa, slægð 6.9.24 124,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.9.24 134,80 kr/kg
Ufsi, slægður 6.9.24 234,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 6.9.24 243,16 kr/kg
Litli karfi 1.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.9.24 259,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.9.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 191 kg
Hlýri 59 kg
Þorskur 27 kg
Steinbítur 17 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 1 kg
Samtals 303 kg
7.9.24 Vonin NS 41 Handfæri
Þorskur 185 kg
Samtals 185 kg
7.9.24 Digri NS 60 Handfæri
Þorskur 114 kg
Samtals 114 kg
6.9.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 389 kg
Ýsa 385 kg
Keila 14 kg
Samtals 788 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.9.24 467,09 kr/kg
Þorskur, slægður 6.9.24 481,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.9.24 224,29 kr/kg
Ýsa, slægð 6.9.24 124,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.9.24 134,80 kr/kg
Ufsi, slægður 6.9.24 234,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 6.9.24 243,16 kr/kg
Litli karfi 1.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.9.24 259,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.9.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 191 kg
Hlýri 59 kg
Þorskur 27 kg
Steinbítur 17 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 1 kg
Samtals 303 kg
7.9.24 Vonin NS 41 Handfæri
Þorskur 185 kg
Samtals 185 kg
7.9.24 Digri NS 60 Handfæri
Þorskur 114 kg
Samtals 114 kg
6.9.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 389 kg
Ýsa 385 kg
Keila 14 kg
Samtals 788 kg

Skoða allar landanir »