„Hefur Fiskistofa aldrei heyrt um meðalhófsreglu?“

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir óeðlilegt hve hart Fiskistofa …
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir óeðlilegt hve hart Fiskistofa tekur á smábátasjómönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hefur Fiskistofa aldrei heyrt um meðalhófsreglu?“ spurði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda (LS), í setningarræðu sinni á aðalfundi LS á hótel Natura í dag. Vísaði Arthur til eftirlits Fiskistofu með smábátaútgerðum og fullyrti hann að „trillukarlar hafa stöðu grunaðs þar til annað kemur í ljós“.

Telur hann Fiskistofu hafa beitt smábátaútgerðum allt of mikilli hörku við hin minnstu brot en á sama tíma ekki fylgst með stæri fiskiskipum þar sem afli er mun meiri.

Arthur segir Fiskistofu ekki hafa rannsakað ábendingar um stórfellt brottkast svo sem að um borð í togurum væri búnaður sem „hakkar í spað“ afla sem sé hent. Hafi stofnunin borið fyrir sér manneklu, en á sama tíma hafi smábáti sem hent hefur „nokkrum smá-ufsum“ hótað með allt að sex ára fangelsi.

Í lok ræðu sinnar hvatti Arthur til samstöðu innan félagsins. „Það er svo margfalt meira sem sameinar okkur.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, Minnti í ræðu sinni á kröfu félagsins um að strandveiðisjómönnum verði tryggðir 48 veiðidagar.

Þá sagði hann LS fagna þingsályktunartillögu fimm þingmanna VG er snýr að því að auka hlutdeild atvinnu- og byggðakvóta í heildaraflaheimildum úr 5,3% í 8,3%.

Þó leggur LS til að kvótinn sem bætt verði við verði sóttur af stórútgerðinni í aflamarkskerfinu og að krókaaflamarksbátarnir verði undanþegnir þessum skerðingum. Enda hefur hagræðing stórútgerðarinnar verið helsta ástæða þess að störfum hafi fækkað, fullyrti Örn.

Aðalfundinum lýkur á morgun en þá verða bornar undir fundinn tillögur málefnanefnda sem hófur störf í dag.

Örn Pálsson (t.h.) segir eðlilegt að auknar heimildir til atvinnu- …
Örn Pálsson (t.h.) segir eðlilegt að auknar heimildir til atvinnu- og byggðakvóta verði teknar af stórútgerðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »