„Við erum að rembast við að vera 365“

Þorsteinn Már Baldvinsson sagðoi í ræðu sinni stóru spurninguna fyrir …
Þorsteinn Már Baldvinsson sagðoi í ræðu sinni stóru spurninguna fyrir íslenskan sjávarútveg hvort hann eigi að geta boðið sama afhendingaröryggi í sama mæli og hægt er að gera í laxi. mbl.is/Hákon Pálsson

Stærsta áskorun íslensks sjávarútvegs til framtíðar er hvort hann ætli að halda áfram að iðnvæðast þannig að hann geti tryggt stöðugt framboð afurða, allan ársins hring, eða það sem kallað er 365. Þetta er mat Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.

Þorsteinn hélt ræðu á sjávarútvegsdeginum sem fram fór á Hilton Nordic í Reykjavík í morgun. Sagði hann umræðan um sjávarútveg eigi það til að snúast um veiðar en minna sé rætt um hagi og kröfur neytandans.

„Við erum háð því að geta selt inn í smásöluna og það sem er að gerast er að eldisafurðir eru að taka yfir stóran hluta af þessum neytendamarkaði. Þær taka sífellt meira pláss í hillunum. Fiskborðum fækkar og er þróunin meira yfir í pakkaðar afurðir,“ útskýrði hann og vakti athygli á að laxinn hefur verið dýrari en þorskurinn síðastliðin ár. Í Þýskalandi var verð á laxi til að mynda þrefalt hærra en það sem greitt var fyrir þorsk.

Borga fyrir afhendingaröryggi

„Stóra spurningin er, af hverju er þetta orðið svona? Það sem eldisafurðir hafa fram yfir veiðar er að geta sagst útvega fisk alla daga ársins,“ sagði Þorsteinn. Fullyrti hann að með því að geta stýrt framleiðslunni væri hægt að tryggja afhendingaröryggi fyrir kaupendur og væru þeir tilbúnir að borga mjög hátt verð fyrir það eitt. Á sama tíma getur neytandinn alltaf gengið að fullri hillu í matvælaverslunum. „Neytandinn vill fyrirsjáanleika, einfaldleika og gæði.“

Þá hafi helsta vígi þorsksins verið Bretland. Þar eru gerðar miklar kröfur og greitt vel. Tesco gjörbreytti markaðnum þegar fyrirtækið ákvað að fara úr ferskum fiski í þíddan fisk, sem er sjófrystur heill og unninn. Með því að nýta heilfrystan þorsk frá Noregi og Rússlandi sem unninn er nær mörkuðum hefur fengist þessi stöðugleiki sem er í laxinum. „Menn nenna ekki að vera í vafa um það hvort fiskurinn kemur.“

Íslenskur sjávarútvegur hefur barist fyrir því að geta boðið afhendingaröryggi. Því hefur veiðum verið stýrt á þann veg að jafnara framboð sé af hráefni í stað þess að gera eins og Norðmenn, þar sem veitt er langmest á fyrstu þremur mánuðum ársins, útskýrði Þorsteinn. „Við erum að rembast við að vera [til reiðu] 365 [daga ársins].“

Þorsteinn Már Baldvinsson ávarpaði gesti á sjávarútvegsdeginum.
Þorsteinn Már Baldvinsson ávarpaði gesti á sjávarútvegsdeginum. mbl.is/Hákon Pálsson

Ekki sjálfsagt

Þá er ljóst að útflutningur á óunnum fiski eykst á þeim árstíma sem smærri bátar stunda sínar veiðar, til að mynda yfir strandveiðitímabilið, að sögn Þorsteins. Vegna þessa þyki augljóst að hugmyndir um að færa veiðiheimildir yfir á smærri báta dragi úr getu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að tryggja nægt framboð hráefnis fyrir fiskvinnslurnar, sagði Þorsteinn og minnti á að það er ekkert sem hindrar erlenda aðila í því að kaupa fisk á íslenskum fiskmörkuðum.

Hann sagði jafnframt það hafa verið baráttu að útvega nægt hráefni svo yrði hægt að tryggja fólki örugg heilsársstörf. „Fólkið okkar kemur klukkan átta á mánudag og fer klukkan fjögur á föstudag. Í frystihúsinu á Dalvík var fólkið ekki með vinnu einn dag. Hjá ÚA var fiskur alla daga. Það er í sjálfu sér afrek í ljósi þess að aflaheimildir hafa verið skertar.“

Forsendur þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi er fyrirsjáanleiki og mikilvægt samspil veiða, vinnslu og sölu. Dæmi um mikilvægi þessara forsendna væri að hvergi í Noregi væri vinnsla eins og á Dalvík. „Stóra spurningin fyrir íslenskan sjávarútveg er: Verður fiskvinnsla á Íslandi 365?“ spurði Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 482,19 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 208,71 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 254,90 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,45 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 1.657 kg
Þorskur 145 kg
Rauðmagi 29 kg
Steinbítur 9 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 1.841 kg
16.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 616 kg
Þorskur 34 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 664 kg
16.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.256 kg
Þorskur 115 kg
Samtals 2.371 kg
16.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 1.373 kg
Þorskur 139 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.525 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 482,19 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 208,71 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 254,90 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,45 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 1.657 kg
Þorskur 145 kg
Rauðmagi 29 kg
Steinbítur 9 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 1.841 kg
16.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 616 kg
Þorskur 34 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 664 kg
16.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.256 kg
Þorskur 115 kg
Samtals 2.371 kg
16.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 1.373 kg
Þorskur 139 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.525 kg

Skoða allar landanir »