Náðu að beita tveimur trollum

Það tókst að veiða með tveimur trollum í gær, en …
Það tókst að veiða með tveimur trollum í gær, en það er háð veðurfari. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Akurey AK hefur verið á veiðum á Halamiðum en í gær var fyrsti dagur túrsins þar sem hægt var að nota tvö troll samtímis. Mun meiri árangur næst með tveimur en einu, að sögn Jóns Frímanns Eiríkssonar, skipstjóra á Akurey. Hann segir í færslu á vef Brims að það sé veðurfarið sem ræður því hvort hægt sé að toga með tveimur.

„Við hófum veiðar á Látragrunni. Við fórum það hægt vegna veðurs að mér fannst eins gott að setja trollið út. Við drógum svo norður vesturkantinn en á Halann vorum við svo komnir á laugardag. Það var ekkert veiðiveður til að byrja með, eiginlega stormur, en svo hefur dregið úr veðurhamnum. Í dag er búið að vera blíðviðri. Við höfum getað veitt með tveimur trollum samtímis í allan dag og aflabrögð eru góð,” segir Jón Frímann.

Skipstjórinn áætlar að heildarafnlinn sé um 80 tonn og er þorskur uppistaðan, en einnig hefur fengist ufsi, ýsa og gullkarfi. Akurey er væntanleg til hafnar í Grundarfirði í kvöld og kemur fram að með því að landa í Grundarfirði í stað Reykjavíkur þegar veitt er á Vestjarðamiðum sparist olía og siglingartími.

Brellinn ufsi

„Það er sagt að ufsinn sé brellinn og það er hægt að taka undir það. Það skýrir líka lítinn ufsaafla að menn þora hreinlega ekki að leita að honum af ótta við að fá gullkarfa í staðinn. Margir eru í þeirri stöðu að ef þeir fá of mikinn gullkarfa þá er allt fiskveiðiárið í hættu. Það er ekki nema fjórðungur af fiskveiðiárinu liðinn og það væri sorglegt ef það þyrfti að binda skip við bryggju þegar nóg er eftir af öðrum kvótum,” segir Jón Frímann,

Í veiðiferðinni á undan þessari nam heildareflinn 140 tonnum og var Jón Frímann einnig með í þeim túr, en þá var landað í Reykjavík.

„Þá gekk allt eins og sögu og við gátum dregið tvo troll samtímis nema rétt undir lokin en þá var að bresta á enn ein óveðurslægðin. Við vorum allan tímann á Vestfjarðamiðum. Það gekk vel að ná þorskskammtinum og við vorum að fá tvö og upp í hálft þriðja tonn á tímann á meðan algengur afli þeirra sem voru með eitt troll var um tonn á togtímann,“ útskýrir skipstjórinn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.753 kg
Ýsa 821 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.597 kg
2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.753 kg
Ýsa 821 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.597 kg
2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg

Skoða allar landanir »