Samherji hagnast um 8,1 milljarð

Samherji hagnaðist um 8,1 milljarð króna á árinu. Togarinn Cuxhaven …
Samherji hagnaðist um 8,1 milljarð króna á árinu. Togarinn Cuxhaven er í eigu félagsins. Ljósmynd/Samherji

Samherji Holding ehf. hagnaðist um 53,7 milljónir evra á árinu 2021, eða því sem nemur 8,1 milljarði íslenskra króna, sem er töluvert betri afkoma en árið 2020. Það ár hagnaðist félagið um 27,4 milljónir evra eða því sem nemur 4,1 milljarði króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi sem samþykktur var á aðalfundi félagsins í gær.

Tekjur samstæðunnar námu 49,5 milljörðum

Tekjur samstæðu Samherja Holding ehf. af seldum vörum námu 327,7 milljónum evra, eða því sem nemur 49,5 milljörðum króna á árinu 2021 samkvæmt rekstrarreikningi. Er þetta aukning frá fyrra ári þegar þær námu 309 milljónum evra eða því sem nemur 46,6 milljörðum króna.

Eignir samstæðunnar voru 645,2 milljónir evra í lok árs 2021, eða 97,4 milljarðar íslenskra króna, og eigið fé nam 439 milljónum evra eða 66,3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 68% í árslok, að því er fram kemur á vef Samherja.

Stjórn félagsins óbreytt frá síðasta aðalfundi

Helstu eignir Samherja Holding ehf. eru fyrirtæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða í Evrópu og Norður-Ameríku en mikill meirihluti eigna félagsins er erlendis. Þá hefur Samherji Holding ehf. einnig fjárfest í flutningastarfsemi og er stærsti hluthafinn í Eimskip hf.

Ársreikningur Samherja Holding ehf. var endurskoðaður og áritaður án fyrirvara. Á áðurnefndum aðalfundi Samherja Holding ehf. fór fram stjórnarkjör í félaginu og voru Eiríkur S. Jóhannsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson, Óskar Magnússon og Þorsteinn Már Baldvinsson kjörin í stjórn. Er stjórn félagsins því óbreytt frá síðasta aðalfundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »