Loðnuvertíðin hefur skilað 46 milljörðum

Síðasta loðnuvertíð hefur skilað að minnsta kosti 46 milljarða króna …
Síðasta loðnuvertíð hefur skilað að minnsta kosti 46 milljarða króna útflutningi. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hreinn Sigurðsson

Fluttar voru út loðnuafurðir fyrir 46 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins og hefur tegundin hefur skilað næst mestu útflutningsverðmætum á eftir þorski það sem af er ári. Allt árið í fyrra skiluðu loðnuafurðir 24,3 milljarða útflutningsverðmætum og hefur því aukist um að minnsta kosti 90% milli ára, en búist er við að útflutningstölur ársins 2022 eigi eftir að uppfærast.

Þetta má lesa úr tólum Hagstofu Ísland og fjallað er um í ýlegri í greiningu Radarsins.

Athygli vekur að íslensku uppsjávarskipin lönduðu 521 þúsund tonnum af loðnu á síðustu vertíð en vertíðina á undan var aflinn 71 þúsund tonn og hefur því aflinn sexfaldast.

Mynd/Radarinn

„Í samanburði við aðra fiskistofna er loðnan sér á báti. Hlutfallslegt samband á milli magns og verðmæta er ekki til staðar og erfitt er að nota eina loðnuvertíð til þess að spá fyrir um þá næstu. Hversu stór loðnukvótinn er hverju sinni hefur áhrif á aflaráðstöfun og þar með samsetningu afurða til útflutnings. Almennt hefur hlutdeild loðnuhrogna, sem eru verðmætustu afurðir loðnu, verið meiri eftir því sem kvótinn er minni. Það þýðir, að öðru óbreyttu, hærra verð fyrir hvert kíló sem dregið er úr sjó. Að sama skapi hefur almennt farið hlutfallslega meira í bræðslu þegar kvótinn er stærri, sem hefur í för með sér meiri útflutning á loðnumjöli og lýsi,“ segir í greiningunni.

Þá er bent á að einungis eftir 25% af loðnunni eftir til útflutnings af þeim afla sem fer í bræðslu, það er 18% mjöl og 7% lýsi.

Afurðasamsetning breytileg

Eins og fyrr segir fer alla jafna meiri afli í lýsi og mjöl þegar aflinn er meiri og sést það vel á samsetningu útfluttra afurða fyrstu tíu mánuði ársins í samanburði við samantímabil 2021.

Útflutningsvermæti loðnumjöls og lýsis var 25,6 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 og er það 56% af heildarverðmæti útfluttra loðnuafurða. Útflutningsverðmæti þessa afurðaflokka var hins vegar aðeins 1,5 milljarður á sama tímabili í fyrra þegar aflinn var aðeins rúm13% af því sem hann var a síðustu vertíð.

Mynd/Radarinn

Þá var útflutningsverðmæti loðnuhrogna 13,6 milljarðar króna fyrstu tíu mánuði ársins sem er 4% meira en á sama tímabili í fyrra, en um er að ræða 1% samdrátt talið í bandaríkjadölum sem er helsta viðskiptamynt loðnuafurða. „Það má alfarið rekja til þess að um 7% minna magn hefur verið flutt út í ár en í fyrra, eða 6.000 tonn á móti 6.500 tonnum. Af þessu er ljóst að um 6% hærra verð, talið í dollurum, hefur að jafnaði fengist fyrir loðnuhrogn í ár en í fyrra,“ segir í greiningunni.

„Gróflega má áætla að heildarframleiðsla hrogna frá síðustu loðnuvertíð hafi verið í kringum 11 þúsund tonn og því ljóst að töluvert á enn eftir að skila sér í útflutningstölur Hagstofunnar. Einhver hluti af því sem eftir stendur gæti þó verið selt, en er í geymslu hér á landi og skilar sér í bækur Hagstofunnar við útflutning. Líklegt er þó að talsvert sé um óseldar birgðir af hinum svokölluðu iðnaðarhrognum, en Austur-Evrópa er stærsta markaðssvæði þeirra. Gefur auga leið að aðstæður á mörkuðum fyrir þau hafi versnað til muna vegna innrásarinnar í Úkraínu og áhrif stríðsins á nálæg lönd, eins og Hvíta Rússland.“

Greininguna má í heild sinni lesa á Radarnum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.1.23 534,36 kr/kg
Þorskur, slægður 29.1.23 588,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.1.23 499,56 kr/kg
Ýsa, slægð 29.1.23 404,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.1.23 354,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.23 336,22 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 29.1.23 304,00 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.1.23 Svanur RE-045 Flotvarpa
Kolmunni 521.717 kg
Samtals 521.717 kg
29.1.23 Sandfell SU-075 Lína
Keila 571 kg
Þorskur 311 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 33 kg
Gullkarfi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.044 kg
29.1.23 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 288 kg
Ýsa 271 kg
Keila 123 kg
Langa 106 kg
Steinbítur 33 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 831 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.1.23 534,36 kr/kg
Þorskur, slægður 29.1.23 588,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.1.23 499,56 kr/kg
Ýsa, slægð 29.1.23 404,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.1.23 354,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.23 336,22 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 29.1.23 304,00 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.1.23 Svanur RE-045 Flotvarpa
Kolmunni 521.717 kg
Samtals 521.717 kg
29.1.23 Sandfell SU-075 Lína
Keila 571 kg
Þorskur 311 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 33 kg
Gullkarfi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.044 kg
29.1.23 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 288 kg
Ýsa 271 kg
Keila 123 kg
Langa 106 kg
Steinbítur 33 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 831 kg

Skoða allar landanir »